MH hittingur
Húsfrúin útskrifaðist úr MH jólin 1994 og síðan þá hefur lítill og fagur hópur samstúdína og vinkvenna hist árlega og skálað fyrir þessum merka atburði. Allajafna hefur verið farið út að borða og þá yfirleitt þann 21. des eða í kringum þann merka dag. Í þetta sinn var gerð undantekning á og hittumst við í Skálaheiðinni sökum aldurs Óðins og að móðirin sá sér ekki fært að vera of lengi frá honum sökum magakveisu og grátkasta. Það var því skálað á heiðinni og voru snæddar pizzur af a la Halldora´s matseðlinum sem voru tær snilld. Birna gat verið með okkur, en eins og flestir vita er hún nú búsett í Haag. En hún er þó væntanleg á Klakann aftur næsta sumar ;)
Leyfum myndunum að tala... litli snúðurinn kann sko að fanga athygli kvenþjóðarinnar, fékk þær til að hossast með sig....
Leyfum myndunum að tala... litli snúðurinn kann sko að fanga athygli kvenþjóðarinnar, fékk þær til að hossast með sig....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home