Páskakókómjólk

Það var mikið stuð að vakna á páskadag og leyfa Óðni að komast í tæri við risastóra páskaeggið sem beið í ísskápnum. Móðirin þurfti að fórna sér og pííína í sig páskaeggið fyrir soninn svo hann gæti notið þess í formi kókómjólkur. Þetta voru því sannkallaðir kókómjólkurpáskar. Það er held ég sjaldan sem Óðinn hefur farið í eins mörg dress á einum degi, en þar sem páskaeggið var ekki snætt fyrr en leið á daginn tókst að mynda hann ansi oft og mikið með það... Þetta var auðvitað ekkert annað en þroskaleikfang í höndum Óðins, eða hvað?




Þetta er nú eggið sem var tileinkað honum, en það var einhvern veginn ekki eins spennandi og risaeggið frá vinnunni...

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home