"Í Ólátagarði"

mánudagur, maí 19, 2008

3 mánaða snót



Laugardagurinn var ekki bara merkisdagur vegna sveitaferðar og sauðburðar heldur varð litla rækjan á heimilinu 3 mánaða þann daginn.

Það sem kannski er enn merkilegra er að bóndakonan spurði hvað hún héti og húsmóðirin tilkynnti það óvart, svo þá er hún greinilega komin með nafn. Húsbóndanum brá nokkuð, vissi ekki betur en málið væri enn í nefnd, greinilegt að úrskurður liggur fyrir. Við sleppum þá við að hafa netkosningu um nafn eftir allt saman. Þeir forvitnustu geta því hringt í sveitina og spurt hvað hún heitir heee því nú þarf að ræða hvort nefna eigi hana fyrir skírn eða halda spennunni þangað til.

Hún litla sem heitir eitthvað var mæld fyrir helgi auk þess sem þau systkinin voru bæði bólusett. Loksins búið að sprauta Óðinn 18 mánaða sprautunni. Það var grátur og gnístan tanna meðan á öllu þessu stóð, en allir fóru þó brosandi út að lokum.

Litla stóra daman er orðin 62 sentimetrar og 5,9 kg að þyngd og hausinn orðinn 41 cm. Hún er fyrir ofan meðaltalið í þyngd og stærð, sem er svosem ekkert nýtt hér á bæ.

Óðinn fékk mælingu líka og er 91,5 cm og 13,3 kg og verður hann 2,5 ára á miðvikudaginn. Hann er því búinn að stækka um 10,5 cm á einu ári og þyngjast um 2 kíló.(þá er þetta allt samviskusamlega skrásett hér í heimildabankann)

2 Comments:

  • jiii hvað ég er forvitin !!!

    Hlakka til að heyra hvað unga daman heitir

    Steinunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 20/5/08 08:29  

  • Mér finnst nú sanngjarnt að ég fái að vita nafnið fyrst að ókunnug kona úti í sveit veit það.
    Hnuss og svei. Ég vil nafn!!!!

    By Blogger housewife, at 20/5/08 17:01  

Skrifa ummæli

<< Home