"Í Ólátagarði"

miðvikudagur, september 03, 2008

Allt að gerast

Börnin sofnuð fyrir níu kvöld eftir kvöld og það sem meira er, þau eru virkilega steinsofandi næturlangt í eigin herbergi "sofa frammi" eins og sonurinn orðar það. (þori varla að skrifa þetta - gæti allt þá farið á verri veg á morgun, væri alveg tíbískt)

Embla er loksins búin að uppgötva stútkönnuna og nettur frelsisfiðringur fer um móðurina, fattaði hana skyndilega í fyrradag.

Óðinn vökvar nú öll trén við leikskólann sem og annarsstaðar þar sem þau verða á vegi hans. Ekkert flottara en að pissa standandi. Enn er þó eitthvað í land með þetta nr. 2, kann ekki að rembast að hans sögn og því alltaf of seint farið á klósettið í þeim tilfellum.

Embla mátaði klósettsetuna hans Óðins í dag þar sem hún var berrössuð og móðir hennar sá í hvað stefndi. Kunni ágætlega við sig á biskupsstólnum þó árangurinn hafi ekki orðið nokkur.

Embla er algert matargat, elskar mat og finnst alveg brjálæðislega spennandi að borða. Hún tyggur líka rosaflott með tanngarðinum og farin að borða brauðbita, svaka dugleg.

Litla stúlkan farin að rétta úr handleggjunum á maganum svo líklegast fer hún bráðum upp á hnén.

.....Tíminn flýgur eitthvað svo ógurlega hratt

1 Comments:

  • Já það er rétt hjá þér tíminn líður svo sannarlega hratt... kv. Tinna frænka

    By Anonymous Nafnlaus, at 3/9/08 21:34  

Skrifa ummæli

<< Home