"Í Ólátagarði"

sunnudagur, desember 21, 2008

Jólaundirbúningurinn heldur áfram

Þorláksmessu var þjófstartað í kvöld og trénu stillt upp í stofunni þegar börnin voru nýsofnuð. Fyrst var það í heitu vatni í baðinu og vaknaði Óðínn og þurfti að pissa. "vá, ´tórt jólatjé" -Það má ekki saga gat í loftið"

Síðan sofnaði hann og vaknaði auðvitað aftur skömmu síðar (alltaf svona þegar þörf er á vinnufrið)... "Vááá - jólatjéð mitt."... (mamman; "já og við söguðum ekki gat í loftið, heldur tókum neðan af trénu"). Óðinn; "æi - fyrirgefðu"....algengt svar hjá kútnum reyndar í ótrúlegustu samræðum.

Og skemmtilegur texti Óðins, við Jólasveinar einn og átta;
"Jólasveinar
utangátta
eru að kom af fjöllunum
Þá var hningt í Hólakirkju
med hann Jón á völlunum."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home