Skírn í undirbúningi
Það er ósköp lítið að frétta héðan af heiðinni. Mikill kuldi og snjór úti, svo síðustu dögum hefur að mestu verið eytt innandyra. Eftir að hafa runnið stjórnlaust allverulega út á hættuleg gatnamót um daginn á jeppanum var honum lagt þar til trassarnir gæfu sér tíma til að setja vetrardekkin undir. Ákveðið var að stefna ekki lífi stubbsins í meiri hættu en nauðsynlegt er. Það er því svolítið öfugsnúið að loksins þegar snjórinn kemur og leikveður jeppanna, þá stendur hann bara í innkeyrslunni óhreyfður og niðurgrafinn....hvurslags gáfulegheit eru það nú ;)
Annars er stefnt á kristna skírn og mat að heiðnum sið hér um helgina til að hafa smá mótvægi í þessu. Eftir að uppgötvaðist að Þorrinn byrjar á föstudaginn, þótti ekkert annað koma til greina en bjóða upp á þjóðlegan íslenskan mat. Held að húsfrúin sé eitthvað skrítin, því hún er allskostar ekkert hrifin af úldnum sýrulegnum mat. Hún skellir því kannski í eina brauðtertu og litlu syndina ljúfu...
Það hefur verið mikil leti hér við að dæla myndum í tölvuna og vinna, þannig að engar myndir fylgja að sinni, en það eykur bara spennuna þar til næst :)
Annars er stefnt á kristna skírn og mat að heiðnum sið hér um helgina til að hafa smá mótvægi í þessu. Eftir að uppgötvaðist að Þorrinn byrjar á föstudaginn, þótti ekkert annað koma til greina en bjóða upp á þjóðlegan íslenskan mat. Held að húsfrúin sé eitthvað skrítin, því hún er allskostar ekkert hrifin af úldnum sýrulegnum mat. Hún skellir því kannski í eina brauðtertu og litlu syndina ljúfu...
Það hefur verið mikil leti hér við að dæla myndum í tölvuna og vinna, þannig að engar myndir fylgja að sinni, en það eykur bara spennuna þar til næst :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home