Út fyrir rammann
Greinilegt er að við getum allt eins hent öllum leikföngum á heimilinu. Sonurinn á fínan alvöru barnagítar, sem ég held að við getum allt eins fjarlægt því aðra "gítara" á heimilinu er mun meira glamrað á.

...skil ekkert í því að maður hafi aldrei séð plastpoka sem gítar líkt og sumir gera hér á bæ. Eins og glöggir sjá kannski er sófinn tré og hann er í hlutverki Lilla klifurmúsar að raula "Dvel ég í draumahöll"....ekkert lát á dálæti dýranna hér.
Þetta á ekki bara við um gítara og tré, heldur verður;
elhúsrúllupokinn að brú sem þarf að hoppa yfir
viðargreinar eru brýr
allt sem hægt er að klifra upp á er tré (líka foreldrarnir)
ef tvennt er af einhverju er það piparkökuform
vatnsbyssa varð barn um daginn og huggaði hann byssuna og ók um í dúkkuvagni
grillkveikjarinn er byssa veiðimannsins
og svona mætti lengi telja
...greinilegt að sumir eru færir um að hugsa út fyrir rammann...

...skil ekkert í því að maður hafi aldrei séð plastpoka sem gítar líkt og sumir gera hér á bæ. Eins og glöggir sjá kannski er sófinn tré og hann er í hlutverki Lilla klifurmúsar að raula "Dvel ég í draumahöll"....ekkert lát á dálæti dýranna hér.
Þetta á ekki bara við um gítara og tré, heldur verður;
elhúsrúllupokinn að brú sem þarf að hoppa yfir
viðargreinar eru brýr
allt sem hægt er að klifra upp á er tré (líka foreldrarnir)
ef tvennt er af einhverju er það piparkökuform
vatnsbyssa varð barn um daginn og huggaði hann byssuna og ók um í dúkkuvagni
grillkveikjarinn er byssa veiðimannsins
og svona mætti lengi telja
...greinilegt að sumir eru færir um að hugsa út fyrir rammann...
1 Comments:
Börnin stækka bara og stækka. Fer með stráksa í 6 vikna skoðun í næstu viku og þá verður spennandi að sjá hvað hann er orðinn langur.
Hér er annars búin að vera flensa og hlaupabóla. Stefni á að heyra í þér í næstu viku með göngutúr. :-)
By
Nafnlaus, at 21/5/08 12:07
Skrifa ummæli
<< Home