"Í Ólátagarði"

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Montin dama hér á bæ

Í kvöld gekk lítil dama alein með bílinn sinn í fararbroddi. Það voru aldeilis mont skrækir sem fylgdu með í kjölfarið. Hún náði alveg allan ganginn í aðalrýminu að stofunni ;)

Hún vill endalaust reyna að standa lóðrétt og færa sig þannig milli staða. Verst er þó hve varkár hún er... því hún vill að haldið sé í báðar hendur, og gólar með sínu einstaka lagi ef hún finnur engar hendur til að halda í. Þetta var því mikið framfararskref í kvöld. Ég spái því að innan mánaðar verði hún farin að hlaupa um öll gólf ein...

Hún er einnig farin að skríða á fjórum fótum í rúminu og stundum á gólfinu, á erfitt með að ákveða sig oft hvort sé þægilegra, en oftast flýgur hún nú um á rassinum

10. og 18. mars litu loks dagsins ljós tönnslur í efri gómi (tennur nr 3&4) svo nú er aldeilis gníst og tuggið að hætti naggrísanna.

1 Comments:

  • Júhú, til hamingju. Hér er svipaður hreyfiþroski í gangi en hlutirnir gerast ansi hratt. Hann er farinn að sleppa og labba á milli húsgagna og er ansi frakkur. Ólíkt Döggu sem var svo varkár, mér sýnist Embla vera svipuð hvað það varðar.
    Ehem, þori varla að segja það en 4. jaxlinn leit dagsins ljós í síðustu viku, viku fyrir 1 árs afmælið. Það var þá 12. tönninn... Ekki í lagi, ný byrjar ballið með augntennurnar...

    By Anonymous Ragnheiður og co., at 13/4/09 22:42  

Skrifa ummæli

<< Home