"Í Ólátagarði"

mánudagur, apríl 24, 2006

Viðburðaríkur 5 mánaða afmælisdagur

Á öðrum degi sumars varð næstminnsti einstaklingurinn á heimilinu 5 mánaða og að sjálfsögðu vaknaði hann um morguninn brosandi framan í heiminn, líkt og aðra morgna.
Þessi dagur var nokkuð viðburðaríkur í lífi hans...

...dagurinn hófst að sjálfsögðu á myndatöku líkt og hina afmælisdagana...



... og Óðinn gældi aðeins við kisu á milli þess sem hann lék sér. Honum finnst kisa mest spennandi af öllu hér á heimilinu, og þeim semur mjög vel, ekkert klór enn frá kisu, kannski stundum smá væl þegar hann togar í hana og klípur!



Þar sem Óðinn ætlaði að byrja í ungbarnasundi kl. 18:00 þennan dag, þurfti auðvitað að fara í búðina og kaupa sundskýlu á kópinn...



Mæðginin komu sátt út úr Intersporti og ætluðu að keyra í Garðabæinn til að vera viss um hvar ætti að mæta í ungbarnasundið. Allt var í tíma áætlað, og átti Óðinn að ná smá lúr í bílnum og fá svo aðeins að drekka svo hann væri nú vel upplagður í sundinu, en viti menn... bíllinn drap á sér á Höfðabakkabrúnni í allri föstudagsumferðinni, frekar stressandi aðstæður og nú voru góð ráð dýr! Hvað gerir kona með lítið barn í stórum bíl sem hún getur ekki ýtt ein... Tekinn var upp gsm síminn og leitað ráða hjá guðföðurnum ráðagóða. Svo heppilega vildi til að hann var í næstu götu og kom til bjargar enn og aftur... hann hefur aldrei dáið ráðalaus og kippti bílnum upp á plan hjá vinnu móðurinnar og lét svo bílinn renna aftur í bílinn sinn. Ég veit ekki um marga sem gætu leikið þetta áhættuatriði eftir...



...svo kom Ívar og náði í mæðginin og mætt var á síðustu stundu í ungbarnasundið... svo dagurinn endaði vel...



...flottur sundgarpur...




...kominn út í "Atlandshafið",



...og nú geta kóparnir bara ekki beðið eftir næsta sundtíma....

1 Comments:

  • Það eru aldeilis viðburarríkir dagar hjá ykkur. Skemmtu þér evel í sundinu, mér fannst það voða gaman.
    Kv.EK og ma

    By Anonymous Nafnlaus, at 25/4/06 11:30  

Skrifa ummæli

<< Home