"Í Ólátagarði"

föstudagur, júní 23, 2006

Komin úr útlegð



Sumarbústaðaferðin var mjög fín, þó veðurguðirnir hefðu mátt vera í betra skapi. Það var grenjandi rigning og rok alla vikuna. Fjölskylda Ívars fyllti öll pláss um helgina og svo fjölskylda Guggu þegar á leið vikuna. Mæðginin voru þó ein í 2 daga, þar sem þetta bar allt snöggt að og Ívar gat ekki fengið frí í vinnunni.

Við urðum svo leið á þessu grámyglulega veðri að ákveðið var að keyra í kaupstað Norðurlands á föstudagskvöldið var og prufa að eyða 17. þar, en jú þar átti að vera betra veður en sunnanlands. Það sást nú ekki mikið til sólar, og eitthvað er þjóðhátíðardagurinn minni þarna en hér í borginni. En þetta var þó velheppnuð ferð. Enduðum þó með að tjalda á Svalbarðseyri hjá frænku hans Sigga, því tjaldstæðið á Akureyri var lokað og þjóðhátíð ungmenna í Kjarnaskógi ásamt einhverju rallýliði...(gvöð hvað maður er orðinn gamall). Þetta endaði nú með svaka partýi á laugardagskvöld þar sem Óðinn heillaði alla upp úr skónum og var ættleiddur af húsbóndanum á Svalbarðseyri. Á Akureyri fór Óðinn á Sjallann og horfði á landsleikinn í handbolta, borðaði svo á Greifanum eins og sannkallaður greifi og fílaði í botn að fá að sofa í fellihýsinu.







0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home