"Í Ólátagarði"

föstudagur, júní 02, 2006

seinheppin húsmóðir

Húsmóðirin í Skálaheiðinni hefur nú ágætt orð á sér fyrir að vera með þeim seinheppnari. Það virðist ekkert ætla að breytast. Nú er húsmóðirin orðin langþreytt á þessu, hlýtur að fara að hafa áhrif á karakterinn, líkast til hefur það gert það nú þegar. En nú á einum mánuði hefur mælirinn fyllst. Þannig reyndist vera Bangsimon mynd í Tarsan dvd mynd sem var splæst í. Húsmóðirin lét loks eftir sér að kaupa eina flík, fallega peysu í Debenhams, sem selur nú bara fín merki, en nei, 5 dögum síðar spratt peysan bara upp. Sama má segja um flíspeysu sem sonurinn fékk frá 66°, viss um að þið hin hafið ekki lent í því með vörur 66°. Þar sem sonurinn er óðum að vaxa upp úr náttgöllunum sínum var einn gripinn með um daginn í Frönsku búðinni og já, þegar klæða átti soninn í hann, þá bara voru neðstu smellur á báðum fótum ónýtar. Farið var með gallann í búðina og lofað að gera við hann, þetta væri þekkt vandamál (af hverju í and...... er þá ekki gert við þetta áður en varan er seld upphaflega). Svo var gallinn sóttur í kvöld og viti menn, bara var gert við aðra smelluna, og húsmóðirin sem margítrekaði að það væru 2 ónýtar. Þessi náttgalli mun því kosta 5 bílferðir í Kringluna... veit ekki einu sinni hvort áhugi er fyrir því að eiga þennan galla lengur, svo mikið rýkur af húsmóðurinni nú... Sérstaklega þar sem gallinn var bara réttur fram, ekki einu sinni beðist afsökunar á gallanum, né nokkur skaðabót rétt með til að gleðja viðskiptavininn og fá hann til að ganga sáttan út úr búðinni. Hvar eru markaðslögmálin eiginlega....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home