vaxtaverkir
Það er greinilegt að það er hægt að sólunda tímanum í ýmislegt markvert og annað ómarkvert. Fór spennt með soninn í 5 mánaða skoðun í dag og reyndist hann 8,04 kg og 70 cm (það markverða). Höfuðið virðist ætla að verða með stærra lagi (sækir það líkast til í móðurættina, þó húsmóðirin segi nú ekki stolt frá því...kannski móðirin eigi meira í honum en hún heldur eftir allt saman). Höfðuðið mældist 45,2 cm og því trónir hann í hæstu kúrfu þar...nú og þá komum við að því hvað hægt er að eyða tímanum í margt ómarkvert... kvöldið fór semsagt í að fylla inní vaxtalínuritið í tölvunni og getið þið séð ávinninginn hér (sjá má myndina stærri með því að smella á hana)... svona er nú hægt að vera skrítinn

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home