lítill terroristi
Litli kópurinn verður sífellt meiri terroristi, hleypur um allt í göngugrindinni sem minnir mann óþægilega á að nú er kominn tími til að bretta upp ermar og gera íbúðina "öruggari". Var t.d. í dag kominn með pennaskúffuna í fangið, bara sísvona og svo litla sæta putta í moldina í einum blómapottinum sekúndu síðar. Videotækið er líka svolítið spennandi sem og geisladiskarnir, einnig virðist hann vera að uppgötva að hægt er að nota rimlana til að hjálpa sér að standa upp í rúminu, svo vísast að fara að færa rúmbotninn neðar! Hann heldur allavega þeim fullorðnu vel við efnið!



1 Comments:
Drengurinn er nátt´lega átakanlega mikið krútt...
By
housewife, at 1/6/06 11:29
Skrifa ummæli
<< Home