Landflótti
Höfum ákveðið að flýja land í tvær vikur eftir langa bið eftir sól og hita hér á klakanum. Stefnan er því tekin á Plebbaferð til Fuerteventura síðar í mánuðinum. Það verður því vonandi hlýr og sólríkur endir á fæðingarorlofi húsmóðurinnar hér á bæ, húsbóndinn tekur þá við, en þar sem framhaldsnámið hans er innan sjóndeildar mun þó nokkur tími fara í lestur hér á bæ.
1 Comments:
Eigið góða ferð fjölskylda, hlakka til að sjá næstu blogg, verður það þá frá Íbba fyrst hann er orðinn heimavinnandi?
By
Nafnlaus, at 22/7/06 14:14
Skrifa ummæli
<< Home