"Í Ólátagarði"

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Apalaust Apavatn...



Af hverju heitir Apavatn í höfuð apa, ef enga apa er þar að finna, nema þá helst í tuskudýraformi hjá ferðalingum....
Við ákváðum að skella okkur í útilegu þangað nýliðna helgi og verður að segjast að sumarið er langt frá því að vera búið eftir verslunarmannahelgina. Þetta var besta útileguveðrið okkar í sumar amk. Óðinn kynntist svolítið skóginum, blómunum og hraunmolum. Hann blómstraði sem aldrei fyrr og greinilegt að hann hefur erft útilegugenin. Hann fílaði í botn að borða lifrarpylsu, skonsu með kæfu og drekka te. Líkast til þótti honum þó moldin sem hann náði að borða þegar 4 varðmenn sofnuðu á verðinum í nokkrar sekúndur eitthvað skrítin, en smjattaði þó sællega á henni....







Einhver bakarasvipur hér...



Klónun (þetta þótti sumum voða skrítið og fyndið)...



Grillarinn að verki...



Og svo fékk hann þennan líka fína pakka... sem reyndist vera stígvél...



Víðáttubrjálæði...



Velur greinilega ekki alltaf auðveldustu leiðina...







0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home