eigið herbergi
Um helgina var lögð lokahönd á útfærslu herbergisins hans Óðins og hér má sjá hann á fyrstu mínútum eftir að frumskógurinn var opnaður. Foreldrarnir sem héldu að sonurinn myndi falla í stafi yfir öllum dýramyndunum á veggjunum, fannst þær jú fallegar og sagði "a" með sínum dimma málrómi, en aðallega voru það þó leikföngin öll sem heilluðu hann, en foreldrarnir voru búnir að raða þeim í hilluna... svo má geta að hann sefur nú í fyrsta sinn þar inni í þessum skrifuðu orðum...





0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home