"Í Ólátagarði"

mánudagur, nóvember 06, 2006

Síðasti mánuður!



Fyrir þá sem nenna að lesa, þá er margt búið að gerast í lífi smárra manna. Til að mynda eru 3 vikur síðan Óðinn fór að eyða deginum án foreldra. Aðlögunin gekk líka bara svona vel, flaug í fangið á Oddnýju dagmömmu og Elya (rússnesk hjálparkona f. hádegi) og vinkaði bless. Sonurinn er með eindæmum útsmoginn og tækifærissinni og fljótur að spotta út hver er aktívastur þá stundina og teygir sig móti fangi þess aðila. Svo þetta var ekki vandamál.

Ein flensa greip soninn í fyrstu vikunni eða dagmömmuhiti eins og við kölluðum það. Það krafðist að sjálfsögðu vinnutaps foreldra sem var ný tilfinning og samviskubit gerði vart við sig, en svona er víst lífið og ekki hægt að spá í það. Heilsa sonarins skipti auðvitað talsvert meira máli.

Málgleðin hefur aukist til muna og nú er babblað daginn út og inn og bent á allt og alla 24/7. Ungbarnasvipurinn er óðum að hverfa með fjölgun tanna og nú eru þær orðnar 6; 4 í efri góm og tvær í neðri. Ekki bólar á næstu tönnum svo óvíst hvenær það verður.

Skriðhraðinn verður sífellt meiri og foreldrar og aðrar barnapíur hafa um nóg að hugsa þegar hann þýtur um gólfin og tætir allt upp í sig. Fótastyrkurinn er að aukast, er farinn að standa einstaka sinnum frístandandi þegar hann gleymir sér, en líkast til enn nokkrar vikur í fyrstu skrefin.

Um helgina var hann í fyrsta sinn að heiman í næturpössun. Það var skrítin tilfinning að koma heim að tómum kofanum, en litla gæludýrið fýlaði sig í botn og upplifði greinilega gamla tíma. Breiddi vel úr sér og malaði og kjamsaði. Óðinn fílaði auðvitað bara vel að vera laus við mömmu og pabba. Hann fílaði svo vel að vera hjá Sibbu og Sigga í fríi að hann ætlar að endurtaka leikinn á fyrstu skrefunum inn á annað aldursárið sitt. Þá fer Ívar nebbilega til Oslóar og Gugga til Parísar. Þetta var því góð æfing og smá léttir hve vel gekk (nema fósturforeldrarnir segi manni ekki allan sannleikann)

Næstu helgi ætla feðgarnir að eiga strákahelgi, en þá stígur húsmóðirin upp í flugvél og fer vestur um haf í sjoppuferð...húsmæðraorlof númer 2. Aldeilis mikið um tollainnkaup í þessum mánuðinum.

Jæja, líklegast allir hættir að lesa... svo meira af okkur síðar...

4 Comments:

  • Alltaf gaman að lesa og fylgjast með litla prakkaranum með spékoppinn sæta. Loks þegar ég ætla að taka mig til og bjóða í heimsókn sé ég að tvær næstu helgar eru frekar bókaðar hjá ykkur. Næ ykkur í desember! Njótið útlandanna. kveðja,Dísa

    By Anonymous Nafnlaus, at 7/11/06 14:20  

  • Vá, gaman. Og nú fara sko hlutirinir að gerast hratt, skal ég segja þér. Mér finnst síðasta hálfa árið hafa flogið og nú er Dagga allt í einu orðin 18 mánaða. Og margt búið að gerast. Annars erum við á leið til Köpen eftir hádegi og sjáum því ekki þá litlu fyrr en á sunnudaginn. Það verður skrítið.
    Sjáumst,
    Ragnheiður.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9/11/06 12:03  

  • Til hamingju með ammmmmælið elsku Óðinn.
    Kveðja frá kiðunum á Lynghaga

    By Blogger housewife, at 21/11/06 13:07  

  • Til hamingju með afmælið elsku Óðinn.

    kveðja Steinunn og co

    By Anonymous Nafnlaus, at 21/11/06 14:56  

Skrifa ummæli

<< Home