Kerlingafjöll og Hveradalur

Á dögunum var kíkt í Kerlingafjöll og Hveradalinn. Þar með er fyrsta hálendisferð komin á blað barnanna.

Jói afi hafði ekki komið þarna í 54 ár og langaði mikið að finna gamlar slóðir en hann hrapaði þarna á sínum tíma og krafsaði sig upp með vasahníf.

Sumir eru ekki eins lofthræddir og þeir sem hærri eru í loftinu og því þurfti stundum að ríghalda í þá minni amk þar sem brattast var.

En foreldrum þótti þó öruggast að hafa börnin á sér.

Embla lagði sig aðeins...

Að sjálfsögðu var stoppað og happasteinum hent í vörðuna

Það verður auðvitað alltaf eitthvað smá bögg að koma upp á, í þessari ferð skarst dekkið hjá Sibbu og Sigga...þá var nú gott að hitta á 47"túttubíl uppfrá sem var með allar viðgerðargræjur...

Ótrúlegur staður, landslag og ævintýraveröld...snjór, jarðhiti, fjólubláir lækir og hverir!
Með því að smella hér, geturðu skoðað fleiri myndir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home