"Í Ólátagarði"

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Fyrsti og eini pelinn



6. júní var prufað að gefa Emblu fyrsta pelann og auðvitað tók hún hann eins og hún hefði aldrei gert neitt annað. Haldið var að þarna væri mikill sigur unninn og húsmóðirin gæti nú farið að vera aðeins lausari við stund og stund. En nei, litla stúlkan hefur aðeins viljað þennan eina pela. Taka skal þó fram að þetta er eini pelinn sem hefur verið beint af kúnni, hinir síðari hafa innihaldið duftmjólk sem auðvitað er allt annar handleggur... meira að segja var lagst svo lágt að plata hana með smá hunangi útí en allt kom fyrir ekki!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home