"Í Ólátagarði"

fimmtudagur, júní 05, 2008

Vorhátíð á Kópahvoli



Óðinn fjöllistamaður hélt sína fyrstu sýningu um daginn. Hann sýndi listaverk unnin með ýmsum aðferðum. Einnig sungu börnin um vorið og "upp/undir/yfir brúna" búið að vera að kenna þeim merkingu þessara orða. Að lokum var sýnt video frá danskennslu krakkanna á vordögum. Óðinn var reyndar oft lasinn þegar kennslan fór fram, en hann fór þó að sýna meiri hluttekningu þegar leið á kennsluna.

Sonurinn misskildi víst söngatriðið eitthvað, var ekkert að stilla sér upp með hinum börnunum. Hann hélt sig í miðjunni, hélt greinilega að hann væri nafli alheimsins og allt snérist um hann. Hann var því ekki jafnprúður og stilltur og hin börnin, fílaði athyglina aðeins of vel!

1 Comments:

  • Hehe, flottur strákur og duglegur. ;-)
    Hef ekki viljað draga þig í göngutúr með mér því ég hef verið kvebbuð. Er nú komin á penisilín og á von á bata, júhú!
    Kv. Ragnheiður.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5/6/08 15:58  

Skrifa ummæli

<< Home