"Í Ólátagarði"

þriðjudagur, maí 27, 2008

45° snúningur og slef

Litla daman sem heitir eitthvað sem aðeins tveir vita er farin að sýna ágæt tilþrif í að velta sér af baki yfir á magann. Fer núna hálfa leið. Einnig snéri hún sér í leikgrindinni 45° svo hún virðist fylgja stóra bróður í þroska enn sem komið er amk.

Litla settlega pena daman slefar einnig meira en nokkur bulldog. Dressið orðið gegnblautt á nokkrum mínútum ef smekkurinn gleymist og því slefdress og kúkadress sem fylla óhreinatauskörfuna þessa dagana. Pirringur er líka mikill því hún er stöðugt með puttana í tanngarðinum. Það sjást þó engin sýnileg merki þess að tönn sé á leiðinni -sjúkk it fyrir mjólkurgjafann, því það þykir mikið sport að læsa um brjóstið og reygja svo hausinn aftur af krafti...sólskinsbros og stundum pínu hlátur kemur svo í kjölfarið þegar húsmóðirin æmtir... svei attan kæra dóttir!

Tölvupóstur var loksins sendur til prestsins í dag þar sem brjóstaþokan veldur einskærri gleymsku þegar símatími er í kirkjunni... daman þarf að fara að heita eitthvað fyrir alheiminum, þó það sé í raun rosa gaman að bara tveir viti nafnið :) spurning um að halda þessu bara svona fram að fermingu? En stefnt er á skírn 8.júní ef presturinn á lausan tíma, annars verður bara haft samband við einhvern annan prest.

1 Comments:

  • Úff, Björn Ágúst er líka í því að teygja á túttunni hjá mér. Dagga reyndar slefaði frá 2gja mánaða aldri en fyrsta tönnin kom ekki fyrr en 5 mánaða þannig að "vonandi" þarftu að bíða svolítið eftir tönninni. Man að Dagga prófaði allar nýjar tennur á brjóstunum með tilheyrandi sárum, ææææ.
    Annars er sú eldri loksins farin á hælið og ég ein heima með Björn Ágúst. Hvað gerir maður þá..? Hlakka til að heyra nafnið á dömunni.
    Kv. Ragnheiður.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2/6/08 12:45  

Skrifa ummæli

<< Home