"Í Ólátagarði"

þriðjudagur, júní 03, 2008

Nafnasamkeppni

Við erum því sem næst lent á endanlegu nafni (99,9% komið) - Fyrra eiginnafn er í höfn, einungis spurning hvort ákveðið seinna eiginnafn fylgi með því eða ekki.

Það er því búið að opna fyrir nafnasamkeppni hér í "comments"! Vegleg verðlaun í boði...

Þið segist svo mörg vita hvað hún mun heita, komið nú fram í dagsljósið með spádómana :)

9 Comments:

  • Ég stend alveg á gati. Vil þó skjóta á að annað nafnið sé í höfuðið á mömmu þinni. Eru verðlaun í boði?
    Fyrir skírnina mæli ég með því að skoða skreytingar í Garðheimum. Ég þvældist á milli stóru búðana og þar var lítið í boði og frekar ljótir dúkar t.d. Í Garðheimum var nóg til að ýmislegu skrautlegu og krúttilegu og ekki dýrt heldur.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3/6/08 15:58  

  • já, já, vegleg rauðvínsflaska í boði fyrir rétt nafn.

    Kíkti einmitt í Garðheima áðan, er enn að ákveða hvort það verði rautt eða femínista bleikt þema, þó þegar hafi nokkrir bleikir fylgihlutir borist í veisluna. Svo það verður ferð nr. 2 þangað fyrir helgina. Takk fyrir ábendinguna.

    By Blogger Gugga, at 3/6/08 19:04  

  • Má koma með tvær tillögur?

    a) Freyja
    b) Erna Rán

    Ef bæði er rétt, þá hlýt ég að fá tvær veglegar rauðvínsflöskur.

    Ég þekki mann, hann kenndi mér að mála, og hann sagði mér líka að það væri algerlega ritað í stein að þegar stúlka er skírð þá ætti að heiðra bleika litinn. Að það mætti klæða börnin í alls kyns liti þegar þau eru eldri / yngri, en á sjálfan skírnardaginn þá er það bleikt fyrir stúlkur og blátt fyrir drengi!

    By Blogger housewife, at 3/6/08 23:03  

  • Ég veðja á

    a) Edda
    b) Þórunn
    c) Embla
    d) Áslaug
    e) Helga

    ... í einhvers konar samsetningu. Alveg út í loftið auðvitað en ég sleppi nú ekki tækifæri til að vinna mér inn bokku. Hlakka til að heyra the results of the Skálaheiði jury.

    By Blogger Auður, at 5/6/08 11:01  

  • Það er greinilegt að Auður hefur verið þurr svolítið lengi... kemur bara með alla nafnabókina til að reyna að tryggja sér sigur. Ætli næsti giskandi komi ekki með 20 nöfn heee. Talsvert meiri líkur en í Lottóinu!

    hvernig er það, ætla ekki fleiri að giska? Töluvert fleiri sem kíkja við á blogginu...svona nú, komið úr felum :) og takið þátt bitturnar mínar.

    Greinilegt allavega hvaða vinir og vandamenn eru mestu bitturnar heeeee

    By Blogger Gugga, at 5/6/08 11:32  

  • Drápuhlíðargengið skítur á:

    1) Iðunn
    2) Edda

    kv.Birna og co.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5/6/08 12:45  

  • úppps, sé að Auður hefur þegar komið með Eddu þannig að ég skipti því út (bara svona til að koma í veg fyrir slagsmál um flöskuna).
    Í staðinn veðja ég á Þórdísi.

    Lokaniðurstaðan er sem sagt:

    1) Iðunn
    2) Þórdís

    kv. Birna

    By Anonymous Nafnlaus, at 5/6/08 13:01  

  • Ef svo skyldi fara að fleiri en einn aðili hittir á rétt nafn, þá verða það bara fleiri flöskur. Ekki hægt að ætlast til að sigurvegarar deili flösku - þið eruð allof miklir alkar til þess :)

    þetta er að verða eins og reiðhestaveðbanki...;)

    By Blogger Gugga, at 5/6/08 13:36  

  • Bakkastúfar skjóta á Yrja, Ísold, Gyða, Mábil, Freyja
    td.
    Ísold Erna Ívarsdóttir ?
    Iðunn Yrja Ívarsdóttir ?

    hljómar vel :)
    bíðum spennt....

    By Anonymous Nafnlaus, at 8/6/08 03:02  

Skrifa ummæli

<< Home