Skírnin hennar Emblu

Skírnarathöfnin gekk vel fyrir sig og small undirbúningurinn rétt fyrir kl. 4 þegar athöfnin hófst hérna heima í Skálaheiðinni. Embla Ísól hagaði sér vel, lét aðeins í sér heyra rétt í lok athafnar, en bróðir hennar sýndi þó fyrri skírnartakta. Honum fannst lítið til þessarar athafnar koma og grýtti barbapabba í prestinn og vildi svo bara leika sér undir veisluborðinu.
Ekki alveg rétt mynd sem presturinn er með af Óðni - mundi eftir skírninni hans "Já, hann öskraði allan tímann, var það ekki? - man eftir honum! Hefði allt eins getað talið upp innkaupalista helgarinnar, það heyrði enginn hvað ég sagði"
Embla sofnaði síðan að athöfn lokinni í skamma stund en tók svo þátt í veislunni sinni góð sem fyrr...
með því að klikka hér, geturðu skoðað fleiri myndir frá skírninni
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home