"Í Ólátagarði"

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Landflótti

Höfum ákveðið að flýja land í tvær vikur eftir langa bið eftir sól og hita hér á klakanum. Stefnan er því tekin á Plebbaferð til Fuerteventura síðar í mánuðinum. Það verður því vonandi hlýr og sólríkur endir á fæðingarorlofi húsmóðurinnar hér á bæ, húsbóndinn tekur þá við, en þar sem framhaldsnámið hans er innan sjóndeildar mun þó nokkur tími fara í lestur hér á bæ.

sögulegt yfirlit

Vá hvað bláber eru góð... sem og allur annar matur. Hann er nú farinn að borða allflesta hluti og farinn að tyggja litla bita. Hér er hann í útilegu á Þingvöllum síðustu helgi...



Oft er börnum líkt við dýr.. hér sést hundseðlið í þeim litla...



Og hann fílaði í botn dýrin í Húsdýragarðinum!



Dagga og Ágúst Carl komu svo í morgunkaffi á föstudaginn.



Hér er Óðinn að leika við Anítu frænku og Magga frænda ásamt litla sæta hvutta...

hra 103



Gærdagurinn var nokkuð stór og sögulegur hjá litlum dreng í Kópavoginum. Það var ekki nóg með að hann ákvað að hvíla sig á break orminum (skriðtaktíkin hans síðasta 1,5 mánuðinn) og fara bara upp á fjórar og skríða á þeim öllum í einu... heldur bætti hann um betur og settist upp sjálfur. Og þar með er þessu ekki öllu lokið, því fyrst hann fattaði að hann gat þetta þá ákvað hann að prufa að ganga einu skrefinu lengra og bara hífði sig upp á tvær og stóð upp. Já hlutirnir geta gerst ósköp hratt sýnist húsmóðurinni hér á bæ. Það er því engu líkara en hann hafi skellt sér í einn hraðkúrs...Það eru ósköp blendnar tilfinningar hér á bæ varðandi þetta þroskaskref. Auðvitað eru foreldrarnir rígmontnir af syninum, en þetta mun þó samt líka líkast til valda miklum grátursköstum þegar fallið er hærra og meiri hætta á stærri slysum sökum ungs aldurs. Einnig þarf líkast til að gera íbúðina enn "öruggari". Það er því greinilegt að stóra grasmottan á Þingvöllum síðustu helgi hefur gert honum gott, ekkert skriðparket þar!