"Í Ólátagarði"

þriðjudagur, september 01, 2009

Hvar er litla ungabarnið okkar?

Þann 21. júlí breyttist Embla í krakka! Þá ákvað hún að hún nennti ekki lengur að vera Hoover ryksuga fyrir foreldrana og ákvað að hún kynni að ganga og að sjálfsögðu voru sumar dömur ansi montnar ;)



Það er greinilegt að Emblos er margt til lista lagt. Hún hefur greinilega notað tímann vel meðan hún var á rassinum, því hún fór strax að hlaupa og var mjög stöðug í hreyfingum. Kannski er bara betra eftir allt saman að börnin fara að ganga seint ;)

Sama dag ákvað hún einnig að það væri ekki töff að vera með smábarnagrind á matarstólnum og smekkurinn varð heldur ekki töff þó aftur sé búið að samþykkja smekkinn. Öruggara þótti að fjarlægja öryggisgrindina af stólnum og leyfa henni að sitja líkt og stóri bróðir gerir!

Emblu finnst biskupsstóllinn mjög flottur og gerir þarfir sínar þar ef foreldrarnir átta sig í tíma á hvað er í gangi hjá dömunni. Henni þykir þetta mjög merkilegt og foreldrarnir gera sér nú vonir um að dóttirin verði talsvert fyrri til en sonurinn að losa sig við bleyjuna!



Það er flottast af öllu að fá að drekka úr glasi eða öllu heldur bolla. Greinilegt að stútkönnur eru bara fyrir lítil börn eins og Óðinn stóra bróður sem gengur illa að losa sig við þau þægindi sem fylgja þess háttar hönnun.

1 Comments:

  • Já, sú hefur aldeilis stækkað! Það hefur ekki verið sjéns að fá Björn Ágúst til að sitja á koppnum, hvað þá á biskupsstólnum. Minn stendur upp, sest niður, stendur, situr, stendur...
    Væri nú gaman að fara að hitta ykkur.

    By Anonymous Ragnheiður Birna, at 16/9/09 23:44  

Skrifa ummæli

<< Home