"Í Ólátagarði"

mánudagur, ágúst 31, 2009

fullorðinn?

Óðinn (og Embla auðvitað líka) fór í helgarpössun fyrir skemmstu meðan foreldrarnir söfnuðu kröftum eftir 4 áreynslumiklar vikur með ungunum. Kominn var tími á að allir fengju hvíld frá hverjum öðrum.

Á fimmtudeginum meðan húsmóðirin fræddist um dreifbýl landsvæði í Finnlandi, beið sonurinn í leikskólanum og martröðin hans rættist. Enginn kom og sótti hann. Það var ekki fyrr en um 6 leytið sem úr rættist eftir að leikskólinn hafði hringt nokkrum sinnum í föðurinn sem sinnti samviskusamlega sjónmælingum og tók ekki símann. En vonandi að hann hafi nú ekki hlotið varanlega skaða af...

Á föstudeginum eltist drengurinn um mörg ár. Þá kom Siggi að sækja hann á mótorhjólinu. Þá sagði Óðinn "já, ég fara á mótorhjólið og æfa mig í að vera fullorðinn"! já, er það sagði Siggi.

Drengurinn lét ekki þar við sitja og tönglaðist stöðugt á þessu og svo kom skýringin ... jú, Á mótorhjólinu er ég fullorðinn, því þá er ég fyrir framan. Litlu börnin sitja alltaf fyrir aftan!

börnin fóru svo í Latabæjarhlaupið árlega. Embla svaf það af sér á öxlinni á varaforeldrum sínum og lét þau sjá um bera sig leiðina á enda. Óðinn hljóp tvisvar í mark, fyrst rétta leið og svo öfugt - til að tryggja að litla systir fengi líka verðlaunapening, sem hafði farið út úr kaosinu á miðri leið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home