"Í Ólátagarði"

miðvikudagur, september 16, 2009

Leikskóli

Þá er dóttirin dottin í kerfið og hennar skólaganga hafin. Byrjað var á að stilla henni upp við Kópahvolsskiltið á leið inn í skólann og átti að taka sambærilega mynd og sonurinn fékk. Smellt var af tveimur myndum, en úpps - ekkert kort í vélinni :S
Það verða því falsaðar myndir í framtíðinni birtar sem FYRSTA DAGS skólamyndir

Hún var nú ekkert á því fyrst að fara inn um aðrar dyr en hún er vön á leikskólanum en samþykkti það svo... hélt að foreldrarnir væru eitthvað að villast og ætlaði að stýra þeim þá leið sem hún hefur farið frá því hún fæddist.

Embla tók sér síðan sínar 10 mínútur sem fyrr þegar komið er innan um ný andlit og umhverfi. Þá tók mín sinn stól og settist hjá krökkunum í söngstund. Svo fór hún að leika sér og bara mjög sátt. Hún var nú síðan ekki lengi að finna uppáhaldsleikfangið - opna og loka glugganum - eitthvað sem ekki er vel séð. Þetta var svo gaman að hún vildi ekki fara heim og var því aðeins lengur en til stóð svona fyrsta daginn.

Nú eru síðustu dagarnir með Sirrý ömmu og líklegt að lítil snúlla eigi eftir að sakna svolítið dekursins og athyglinnar þar á bæ.

Embla Ísól er yngsta barnið á deildinni, eina barnið sem er fædd 2008 enn sem komið er. Foreldrarnir eru nú ekki smeykir um að stóru drengirnir kaffæri henni miðað við skap og ákveðni dótturinnar. Fyndið hvað þeir höfðu meiri áhyggjur af frumburðinum innan um mun stærri stráka, en henni núna sem er enn yngri en þegar Óðinn byrjaði....

Móðirin er dottin í stjórn í foreldrafélaginu svo líklegast er hún föst þar næstu árin. Sýnist fólk með eilífðarráðningu þar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home