eitt ár, 7 tennur og heimsborgari
Óðinn upplifði skrítinn 1. afmælisdaginn sinn (ef við undanskiljum öll mánaðarafmælin).Fyrst af öllu er að óska honum innilega til hamingju með þennan merka og stóra áfanga að vera orðin árs gamall. Skrítið orð í hugum foreldra. Auðveldara að segja 12 mánaða en 1. árs... úfff. tíminn flýgur.
Einhver órói var í drengnum á afmælisnóttina. Hann vildi bara ekki sofa. Helst kom í hugann að hann endurupplifði fæðingarbaráttuna en á afmæliskvöld var ljóst að andvakan stafaði af tanntöku. 7. tönnin hafði litið dagsins ljós, en ekki fannst foreldrum nein tönn vera á leiðinni. Það verður því líklegast stutt í þá 8. miðað við tanntöku síðustu 6 mánuði.
Nú situr húsmóðirin einmana í gay hverfi Parísarborgar og húsbóndinn sefur líkast til í Kongsberg. Mikil spenna og eftirvænting ríkir vegna komu heimsborgarans til Parísar á morgun, en Sibba og Siggi ákváðu að skella sér hingað með hann, svo við getum haldið upp á afmælið okkar um helgina, yfir blautri franskri súkkulaðiköku og skálað (nýjasta uppátæki sonarins er sko að skála - svaka sport). Gott að kunna að skála áður en hann lærir að blása á eitt kerti.... en Fríða amma færði honum rjómatertu á afmælinu hans með kerti auðvitað og þá uppgötvaðist að sonurinn kunni auðvitað ekki að blása... og spurning hvort hann er seinþroska eða ekki????? Hann hefur þó tileinkað sér alla drykkjusiði, svo það hlýtur að vera honum til hróss á móti huhmmmm
jæja, nú er ég bara farin að steypa. Best að koma sér í svefninn, klukkan orðin 1 að nóttu og annasamur dagur framundan. Vonandi að ég geti sofnað fyrir krampa í fótum eftir erfiðan dag á sýningu og leigubílaleit... Fengum útskýringuna " þegar rignir í París, þá fer allt í rugl"... eins gott að það gerist bara í snjó heima. Þannig tók það okkur 3 klst að komast á sýninguna. Reynt að taka underground, lest, bus og taxa... en slys og rigning varð valdur að usla hér í París. Svo tók við eftir sýninguna lengsta leigubílaferð ævinnar, eða biðröð í amk 1 klst og leigubílaferð í 2 klst.....geri aðrir betur.
p.s. náði ekki að tæma afmælismyndirnar inn á tölvuna svo myndir eru væntanlegar eftir helgina....frá lítilli óvæntri afmælisveislu og Parísarferð Gotta litla....
Einhver órói var í drengnum á afmælisnóttina. Hann vildi bara ekki sofa. Helst kom í hugann að hann endurupplifði fæðingarbaráttuna en á afmæliskvöld var ljóst að andvakan stafaði af tanntöku. 7. tönnin hafði litið dagsins ljós, en ekki fannst foreldrum nein tönn vera á leiðinni. Það verður því líklegast stutt í þá 8. miðað við tanntöku síðustu 6 mánuði.
Nú situr húsmóðirin einmana í gay hverfi Parísarborgar og húsbóndinn sefur líkast til í Kongsberg. Mikil spenna og eftirvænting ríkir vegna komu heimsborgarans til Parísar á morgun, en Sibba og Siggi ákváðu að skella sér hingað með hann, svo við getum haldið upp á afmælið okkar um helgina, yfir blautri franskri súkkulaðiköku og skálað (nýjasta uppátæki sonarins er sko að skála - svaka sport). Gott að kunna að skála áður en hann lærir að blása á eitt kerti.... en Fríða amma færði honum rjómatertu á afmælinu hans með kerti auðvitað og þá uppgötvaðist að sonurinn kunni auðvitað ekki að blása... og spurning hvort hann er seinþroska eða ekki????? Hann hefur þó tileinkað sér alla drykkjusiði, svo það hlýtur að vera honum til hróss á móti huhmmmm
jæja, nú er ég bara farin að steypa. Best að koma sér í svefninn, klukkan orðin 1 að nóttu og annasamur dagur framundan. Vonandi að ég geti sofnað fyrir krampa í fótum eftir erfiðan dag á sýningu og leigubílaleit... Fengum útskýringuna " þegar rignir í París, þá fer allt í rugl"... eins gott að það gerist bara í snjó heima. Þannig tók það okkur 3 klst að komast á sýninguna. Reynt að taka underground, lest, bus og taxa... en slys og rigning varð valdur að usla hér í París. Svo tók við eftir sýninguna lengsta leigubílaferð ævinnar, eða biðröð í amk 1 klst og leigubílaferð í 2 klst.....geri aðrir betur.
p.s. náði ekki að tæma afmælismyndirnar inn á tölvuna svo myndir eru væntanlegar eftir helgina....frá lítilli óvæntri afmælisveislu og Parísarferð Gotta litla....