"Í Ólátagarði"

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

eitt ár, 7 tennur og heimsborgari

Óðinn upplifði skrítinn 1. afmælisdaginn sinn (ef við undanskiljum öll mánaðarafmælin).Fyrst af öllu er að óska honum innilega til hamingju með þennan merka og stóra áfanga að vera orðin árs gamall. Skrítið orð í hugum foreldra. Auðveldara að segja 12 mánaða en 1. árs... úfff. tíminn flýgur.

Einhver órói var í drengnum á afmælisnóttina. Hann vildi bara ekki sofa. Helst kom í hugann að hann endurupplifði fæðingarbaráttuna en á afmæliskvöld var ljóst að andvakan stafaði af tanntöku. 7. tönnin hafði litið dagsins ljós, en ekki fannst foreldrum nein tönn vera á leiðinni. Það verður því líklegast stutt í þá 8. miðað við tanntöku síðustu 6 mánuði.

Nú situr húsmóðirin einmana í gay hverfi Parísarborgar og húsbóndinn sefur líkast til í Kongsberg. Mikil spenna og eftirvænting ríkir vegna komu heimsborgarans til Parísar á morgun, en Sibba og Siggi ákváðu að skella sér hingað með hann, svo við getum haldið upp á afmælið okkar um helgina, yfir blautri franskri súkkulaðiköku og skálað (nýjasta uppátæki sonarins er sko að skála - svaka sport). Gott að kunna að skála áður en hann lærir að blása á eitt kerti.... en Fríða amma færði honum rjómatertu á afmælinu hans með kerti auðvitað og þá uppgötvaðist að sonurinn kunni auðvitað ekki að blása... og spurning hvort hann er seinþroska eða ekki????? Hann hefur þó tileinkað sér alla drykkjusiði, svo það hlýtur að vera honum til hróss á móti huhmmmm

jæja, nú er ég bara farin að steypa. Best að koma sér í svefninn, klukkan orðin 1 að nóttu og annasamur dagur framundan. Vonandi að ég geti sofnað fyrir krampa í fótum eftir erfiðan dag á sýningu og leigubílaleit... Fengum útskýringuna " þegar rignir í París, þá fer allt í rugl"... eins gott að það gerist bara í snjó heima. Þannig tók það okkur 3 klst að komast á sýninguna. Reynt að taka underground, lest, bus og taxa... en slys og rigning varð valdur að usla hér í París. Svo tók við eftir sýninguna lengsta leigubílaferð ævinnar, eða biðröð í amk 1 klst og leigubílaferð í 2 klst.....geri aðrir betur.

p.s. náði ekki að tæma afmælismyndirnar inn á tölvuna svo myndir eru væntanlegar eftir helgina....frá lítilli óvæntri afmælisveislu og Parísarferð Gotta litla....

mánudagur, nóvember 06, 2006

Síðasti mánuður!



Fyrir þá sem nenna að lesa, þá er margt búið að gerast í lífi smárra manna. Til að mynda eru 3 vikur síðan Óðinn fór að eyða deginum án foreldra. Aðlögunin gekk líka bara svona vel, flaug í fangið á Oddnýju dagmömmu og Elya (rússnesk hjálparkona f. hádegi) og vinkaði bless. Sonurinn er með eindæmum útsmoginn og tækifærissinni og fljótur að spotta út hver er aktívastur þá stundina og teygir sig móti fangi þess aðila. Svo þetta var ekki vandamál.

Ein flensa greip soninn í fyrstu vikunni eða dagmömmuhiti eins og við kölluðum það. Það krafðist að sjálfsögðu vinnutaps foreldra sem var ný tilfinning og samviskubit gerði vart við sig, en svona er víst lífið og ekki hægt að spá í það. Heilsa sonarins skipti auðvitað talsvert meira máli.

Málgleðin hefur aukist til muna og nú er babblað daginn út og inn og bent á allt og alla 24/7. Ungbarnasvipurinn er óðum að hverfa með fjölgun tanna og nú eru þær orðnar 6; 4 í efri góm og tvær í neðri. Ekki bólar á næstu tönnum svo óvíst hvenær það verður.

Skriðhraðinn verður sífellt meiri og foreldrar og aðrar barnapíur hafa um nóg að hugsa þegar hann þýtur um gólfin og tætir allt upp í sig. Fótastyrkurinn er að aukast, er farinn að standa einstaka sinnum frístandandi þegar hann gleymir sér, en líkast til enn nokkrar vikur í fyrstu skrefin.

Um helgina var hann í fyrsta sinn að heiman í næturpössun. Það var skrítin tilfinning að koma heim að tómum kofanum, en litla gæludýrið fýlaði sig í botn og upplifði greinilega gamla tíma. Breiddi vel úr sér og malaði og kjamsaði. Óðinn fílaði auðvitað bara vel að vera laus við mömmu og pabba. Hann fílaði svo vel að vera hjá Sibbu og Sigga í fríi að hann ætlar að endurtaka leikinn á fyrstu skrefunum inn á annað aldursárið sitt. Þá fer Ívar nebbilega til Oslóar og Gugga til Parísar. Þetta var því góð æfing og smá léttir hve vel gekk (nema fósturforeldrarnir segi manni ekki allan sannleikann)

Næstu helgi ætla feðgarnir að eiga strákahelgi, en þá stígur húsmóðirin upp í flugvél og fer vestur um haf í sjoppuferð...húsmæðraorlof númer 2. Aldeilis mikið um tollainnkaup í þessum mánuðinum.

Jæja, líklegast allir hættir að lesa... svo meira af okkur síðar...

Hlutverk og ábyrgð!

Föðurgenin koma sterk inn hérna... Óðni þykir svaka stuð að fá að hlutverk á heimilinu og hjálpa til við allt og ekkert. Það tekur aðeins lengri tíma að setja í hverja vél núna, en millihraðinn styttist þó stöðugt!







Stuðkveðjur!

Á Skype-inu að tjatta við Hlyn frænda í Hollandi


Sumu er ekki hægt að fá leið á...



Á örkinni hans Óðins...



Einn nýr í safnið...



Well, það er pínu sport að reyna að klifra upp á háaloft!

Til hamingju

Kæru vinir á Lynghaga!
Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn... Óðinn hlakkar mikið til að hitta yngsta vin sinn og fá að kenna honum alls kyns ósiði og prakkarastrik



Á sitjandanum

11. mánaða í ferðatösku



brrrrrrmmmm brmmmmmm...



á leiðinni út að leika...



Tjillað á stól fyrir feita stráka ;)





í gjörgæslu...



Í stíl við aðra Íslendinga var kíkt í Ikeaveldið á opnunardegi og að sjálfsögðu endað á pylsubrauði með tómatsósu og sinnepi