"Í Ólátagarði"

mánudagur, desember 11, 2006

Bloggleti

Það hrjáir einhver sýki landann í þessu húsi, sýki sem er kölluð bloggleti. Reynt verður að vinna bug á henni á næstu dögum. Hún tengist eiginlega frekar tölvuleti, en þegar dagur er að kveldi kominn, hefur ekki verið nenna að kveikja á tölvunni.

En hér eru nokkrir molar, þar til myndir koma inn:
-Húsmóðir var kölluð úr vinnu í hádeginu til að sækja veikan soninn - niðurgangur er það í dag! spurning hvort það er flensa sem hefur hrjáð vinina að undanförnu eða fúkkalyfin...en verið er að þurrka drenginn upp (slæmt og langvinnt kvef og vökvi í eyrum)
-Sonurinn byrjaði að ganga um helgina.. rígmontinn með sig og foreldrarnir bráðnuðu yfir tilburðinum við gönguna.
-Sonurinn misskilur eitthvað tilveruna. Heldur að honum leyfist nú að vera frekur og öskra til að fá sínu framgengt...kannski bara best hann skríði áfram, ef aukin leikni eykur þessi nýju taktík sonarins
-Sonurinn er kominn í eftirlit vegna fótaburðar, næsta skoðun 15 mánaða
-Búið er að smella af hundruðum mynda, en það að hafa 2 myndavélar hefur bara leitt til að nú er lengra á milli þess sem vélarnar eru tæmdar. "myndavélakortatæmingarleti semsagt"
-Húsmóðirin hefur ekki enn lokað nýjum starfssamningi... vonandi verður það í dag eða á morgun sem nánasta framtíð verður ljós.
-Húsbóndinn er á fullu í próflestri... Mánuður í lokaprófið á þessari önn!
-Húsbóndinn óskar eftir þolinmóðum tilraunadýrum í sjónmælingar, áhugasamir hafi samband.
-Óðinn er mikill stríðnispúki... hvaðan skyldi hann hafa þau gen... plokkar bringuhár pabba sins, hrellir köttinn og skellihlær, bregður fólki, kitlar og reynir að komast undan í sífellu (eltingarleikur).
- Jólin eru mjög spennandi í huga lítils manns. Óttablandin virðing er borin fyrir þessum skrítna kalli í rauða búningnum. Jólaskraut og jólaljós mjög spennandi og svo er dansað öllum stundum við jólalögin.

-jæja, best að nota tímann til að vinna meðan sonurinn sefur...