"Í Ólátagarði"

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Nei, sko... ..þú hér :=)

Takk fyrir að gefast ekki upp á blogglata fólkinu í Kópavoginum. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og gott.

Héðan er allt ágætt að frétta. Jól og áramót voru með hefðbundnu sniði, fyrir utan prófkvíða húsbóndans, en það er komið að prófum, sem verða þreytt í næstu viku í Norge, svo enn ein Noregsferðin er í vændum þar og vonandi að það gangi allt saman vel. Húsbóndinn er ekki öfundaður af að taka próf á norsku í Lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, anatomíu og fleiri líkams- og líffræðitengdum fögum, auk verklegs prófs.

Óðni fannst jólin æðisleg og þykir hann með eindæmum glysgjarnt barn. Því meira skraut og litagleði, því skemmtilegra. Jólatréð fékk að standa óáreitt, enda dagmamman búin að vinna í því allan desember að gera jólatré óspennandi og sjálfsagðan hlut. Húrra fyrir henni... bara horft og dáðst að trénu hér á bæ. Tréð var skreytt með jólakúlum sem Óðinn föndraði og svo fengum við málverk á striga eftir hann og fótafar á gleri...situr ekki auðum höndum þessi dagmamma....



Hér eru frændurnir saman á jólunum á nýjum bílum sem þeir fengu í jólagjöf. Óðinn er farinn að hlaupa um og verður stöðugt minni spýtukarl. Ótrúlegt hvað þetta gerist hratt. 7 framtennur, 1 jaxl og annar á leiðinni, svo það er pirringur hér á kvöldin...

Húsmóðirin byrjaði 2.jan í nýju starfi og flutti í gær yfir götuna í Mjólkursamsöluna. Það var skrítin tilfinning, leið eins og hún væri að fara að byrja í nýju starfi, en samt þó ekki... Skrítið að pakka öllu niður og kveðja alla en samt vera að vinna með þeim áfram... skrítin tilfinning... En það er nú von á einhverjum fleirum á næstunni í ný húsakynni. Spennandi tímar framundan í vinnunni semsagt og harðnandi samkeppni

Óðinn biður að heilsa, vaknaði bablandi á gamlársdag og hefur varla stoppað síðan... skilst víst að málþroskinn taki kipp eftir að þau fara að bera sig á tveimur jafnfljótum...

Að lokum er skemmtilegt frá því að segja að það þykir mjög gaman að hlusta á allskyns tónlist og vanga við hátalarann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home