Litla þriggja manna fjölskyldan ákvað að halda sín eigin jól í þetta sinn. Ættmóður og ættfeðrum var þó boðið að koma hingað á heiðina. Óðinn var enn með háan hita, en naut sín vel, enda alveg að uppgötva alla þessa pakka og hræðilegu jólasveinana "kalkall" eins og hann kallaði þá í desember. Hann greip þó nafn Gluggagægis af jólamjólkinni "gúggagæi" og vildi hann ekki læra fleiri nöfn þessi jólin. Hann var mjög hrifinn af öllu jólaskrautinu og sagði bara "vá" og klappaði höndum þegar stórt tré birtist honum í stofunni á þorláksmessumorgun.
En kannski er bara best að leyfa myndunum að tala...
.jpg)
Það þótti ekki amalegt að finna gúkulakigkagl í skónum á aðfangadagsmorgun, smarties og fullt af dóti í stórum jólapoka!
.jpg)
"Ýss" og "gúkuladi" er í miklu uppáhaldi hjá sumum svo sum andlit ljómuðu um kvöldið þegar jólaísinn var borinn á borð. Forréttur og aðalréttur fengu ekki þessa sömu athygli, en barni með háan hita er allt fyrirgefið...
.jpg)
Pakkarnir voru mjög spennandi en frumburðurinn tók þó öllu með stakri ró. Allar gjafirnar voru svo skemmtilegar að það þurfti að leika sér með hverja og eina áður en sú næsta var opnuð, þannig voru sumir pakkarnir treinaðir fram á jóladag.
.jpg)
"Ég sé blátt reiðhjól, lásinn er...."
.jpg)
Sirrý amma og Torfi afi voru ekki síður spennt við að opna pakkana!
.jpg)
...og ekki slæmt að vakna á jóladagsmorgun og byrja daginn á smálátum...