"Í Ólátagarði"

þriðjudagur, janúar 22, 2008

tveimur árum of seint...



Litli kúturinn hefur uppgötvað Mikka mús tveimur árum og tveimur mánuðum of seint fyrir þessa peysu. Hér er ein fyrsta flíkin hans, nr. 56.... passar alveg í hana!
þegar húsmóðirin í hreiðurgerð var að fara í gegnum föt og raða í skúffur, þá rakst Óðinn á þessa peysu og þar sem hann hefur ekkert lítið skap, gafst hann ekki upp fyrr en hann hafði klætt sig í hana og mamma smellt og sett hettuna á hann.....

time flæs

Tíminn flýgur allt, alltof hratt...
í dag (21. jan) eru...

...níu ár síðan ungur tveggja metra hár myndarlegur drengur úr hverfi 109 og ung og aðeins lægri snót úr 101 ákváðu að skjóta sér saman í Krummshólaferðinni frægu í póstnúmeri Borgarness (hvert sem það nú er 3??)...

...tvö ár síðan frumburðurinn var skýrður og þar af leiðandi jafnlangur tími síðan ákveðið var að stíga enn einu skrefinu lengra með því að setja upp hringa á þessu heimili.

já, tíminn flýgur svo sannarlega....og við sem verðum sífellt yngri og yngri ;)

miðvikudagur, janúar 16, 2008

sætir frændur

... hvað er eiginlega málið með þessa gulu uppþvottahanska...
greinilegt hvaða lagi yngsti fjölskyldumeðlimurinn heldur með í Júróvísion



þriðjudagur, janúar 15, 2008

Árið kvatt

Síðasti morgunn ársins fór í að stöffa kalkúninn og krydda með alls kyns kryddum og púrtvíni. Ný uppskrift var þróuð á staðnum og ekki ólíklegt að þessi verði endurtekin ansi oft.
Um hálftólf var svo brunað út á Granda þar sem Una var sótt og því næst var Jói afi sóttur á Óðinsgötuna.... komið var að nýrri hefð (talar maður ekki um hefð þegar hlutur er endurtekinn í annað sinn) sem stefnt er að viðhalda um alla tíð, en það er að fara í Kampavínsbröns þennan dag. Við fórum á VOX einmitt annað árið í röð og ekki ólíklegt að við förum aftur þangað að ári, frekar en eitthvert annað. Þar átum við á okkur gat, svo maturinn vall út um eyru og nef... og svo var farið aftur í eldhúsið og eldamennsku haldið áfram.

Sjá þessi prúðu börn...




Hluti af fjölskyldu húsmóðurinnar kom síðan um kvöldið og var þetta hið skemmtilegasta kvöld. Mikið óveður var úti og því má líta á að flugeldakaupin þetta árið hafi bara verið í tilefni þess "að styrkja gott málefni" þar sem við fukum inn um dyrnar aftur og kökurnar sprungu utan sjónlínu gluggans.

















Jói afi kom enn og aftur á óvart - mætti með rjómamarengetertu sem hann bakaði sjálfur fyrr um daginn...




Nokkrar jólamyndir

Litla þriggja manna fjölskyldan ákvað að halda sín eigin jól í þetta sinn. Ættmóður og ættfeðrum var þó boðið að koma hingað á heiðina. Óðinn var enn með háan hita, en naut sín vel, enda alveg að uppgötva alla þessa pakka og hræðilegu jólasveinana "kalkall" eins og hann kallaði þá í desember. Hann greip þó nafn Gluggagægis af jólamjólkinni "gúggagæi" og vildi hann ekki læra fleiri nöfn þessi jólin. Hann var mjög hrifinn af öllu jólaskrautinu og sagði bara "vá" og klappaði höndum þegar stórt tré birtist honum í stofunni á þorláksmessumorgun.
En kannski er bara best að leyfa myndunum að tala...


Það þótti ekki amalegt að finna gúkulakigkagl í skónum á aðfangadagsmorgun, smarties og fullt af dóti í stórum jólapoka!


"Ýss" og "gúkuladi" er í miklu uppáhaldi hjá sumum svo sum andlit ljómuðu um kvöldið þegar jólaísinn var borinn á borð. Forréttur og aðalréttur fengu ekki þessa sömu athygli, en barni með háan hita er allt fyrirgefið...


Pakkarnir voru mjög spennandi en frumburðurinn tók þó öllu með stakri ró. Allar gjafirnar voru svo skemmtilegar að það þurfti að leika sér með hverja og eina áður en sú næsta var opnuð, þannig voru sumir pakkarnir treinaðir fram á jóladag.


"Ég sé blátt reiðhjól, lásinn er...."



Sirrý amma og Torfi afi voru ekki síður spennt við að opna pakkana!


...og ekki slæmt að vakna á jóladagsmorgun og byrja daginn á smálátum...

Náttfatajólin 2007

Það urðu sannkölluð náttfatajól í Kópavoginum, því 21. des fór að verða vart við rauðar upphleyptar bólur á Óðni, og þann 22. var ljóst að jólin yrðu ekki eins og við var að búast. Sonurinn kominn með 39-40 stiga hita og alþakinn rauðum flekkjum og bólum... hlaupabólan mætt á svæðið.



það urðu því sannkölluð náttfatajól hér á bæ og hálfgerð einangrun þar sem drengurinn fór frekar illa út úr bólunni... svo illa að þær eru enn að gróa á honum um miðjan janúar... Þannig varð lítið úr því að Óðinn mætti á Austurgötuna þann 22. og í stóra jólaboðið 2. í jólum. Foreldrarnir nutu sín ágætlega fyrstu dagana heima í náttfötunum syninum til samlætis, en þegar fór að nálgast gamlárs voru þau eiginlega alveg til í að hlaupabólan myndi læknast, enda sonurinn í kláðakasti á næturna og svefninn á heimilinu eftir því.


(Sumt þarf að vera klárt fyrir fyrstu koppaferðina - vissara að vera með klósettpappír og blað í hönd til að lesa...)

Upprifjun

jamms og jæja, stórtíðindi hér á þessari síðu. Húsmóðirin bara að gera sig líklega til að dusta rykið af blogginu og byrja aftur að byggja upp smá heimildaskrá hér á netinu. Verst að það vantar eins og eitt ár í lífi lítils stubbs, en það þarf þá að byggja þær minningar á minninu einu saman og myndaalbúmum í tölvunni.

Þetta er smá test hvort allt virki áður en farið er í stærri aðgerðir......