Palavú
Fórum um helgina í útilegu á Úlfljótsvatn. Þar var umhverfið talsvert öðruvísi en húsmóðurina minnti frá gömlum skátaferðum þangað, enda horft öðruvísi á heiminn nú en þá. Mæli með ferðalagi á tjaldstæðið þar. Fyrir utan hve nálægt þetta er höfuðborginni (45 km) þá er allt til alls þarna og á krepputímum er ágætt að vita að allt er innifalið í tjaldgjaldinu s.s. sturta, rafmagn, veiði, kassabílar o.fl. Bátaleigan kostar þó auka held ég. Ekki ólíklegt að við eigum eftir að fara þarna aftur í sumar...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home