"Í Ólátagarði"

þriðjudagur, september 30, 2008

Lífið og tilveran

Já, lífið gengur sinn vanagang hér í Kópavoginum. Foreldrarnir finna þó fyrir aðeins meira frelsi en oft áður.

Tvær helgar í röð -tvær barnlausar nætur hér í Skálaheiðinni. Reyndar kom Óðinn heim annað föstudagskvöldið í stað Emblu, en það átti að verða öfugt...svona er litla skottan nú meðfærileg.

Núna er beðið eftir 28.nóvember, en þá ætla skötuhjúin hér á bæ að skella sér saman til Köben án barna langa helgi. Þrátt fyrir ansi mikið ferðaflakk hér á bæ eru komin rúm tvö ár síðan hjúin stigu saman upp í flugvél á vit ævintýra. Spurning hvort takist að keyra út úr Kópavoginum áður en söknuður til barnanna brestur fram með tilheyrandi tárum og ekka?

Við erum nú hætt að þurfa að troða okkur upp í rúmið hans Óðins meðan hann sofnar og maður les í bók frammi í andyri eða hann bara fer sjálfur inn að sofa, gerist kvöld og kvöld að foreldrarir sitja dofnir fyrir framan imbann meðan hann fer sjálfur með kisuna sína upp í rúm og sofnar alveg sjálfur og það meira að segja stundum án snuddunnar! Svona eldast nú börnin manns hratt.

Embla segir nú þrjú orð, mama, paba, og "da" þegar eitthvað dettur. Hélt þetta væri rugl í húsmóðurinni en hún veit nú alveg hvað hún syngur sú litla... greinilega liðug í kjálkanum þessi síbrosandi dama.

Í dag kíktum við svo í heimsókn til Oddnýjar dagmömmu og það endaði í 3 klst. heimsókn, svo gaman var að koma á æskuslóðirnar. Tvær kisur hafa nú bæst þar í safnið við hamstrana og fiskana og er meira að segja önnur kisan heyrnarlaus svo það mátti nú aldeilis hnoðast í henni. Það var að losna pláss hjá henni í desember, en vonandi losnar annað í febrúar/mars... Embla kunni vel við sig í Fagrahjallanum og vonandi að hún komist að hjá þessari frábæru dagmömmu sem við höfum kynnst þar.

Óðinn er byrjaður í íþróttaskóla Fram á laugardagsmorgnum. Fyrsti tíminn gekk rosalega vel, en svo fékk hann högg á nefið í öðrum tímanum og blóðnasir eftir því (höggið var þó minna en héldum því hann var með blóðnasir allan föstudaginn eftir fall í leikskólanum). Eitthvað var hann óþekkur í þriðja tímanum og ekki alveg til í að hlýða. Spurning hvort skynsamlegra hefði verið að byrja með hann aðeins eldri? Hann kallar skólann Latabæjarskólann, er alveg að falla fyrir því fyrirbæri sem Latibærinn stendur fyrir...

meira síðar, mikið af verkefnum hér á bæ um þessar mundir, grindverkasmíðar, kítti og gluggamálningarvinna, útidyrahurðaskipti og húsfélagsstjórnin komin í þessa íbúð púfff (vonandi að rigningardögum fari fækkandi í bili svo takist að klára þetta allt í ok veðri... ekki eins og við höfum haft allt sumarið í þetta í sól og sumaryl!

laugardagur, september 13, 2008

Antík



Það er gaman að klæða Emblu í kjóla, en þennan var þó sérstaklega skemmtilegt að láta hana í, enda kominn vel á fertugsaldurinn. Húsmóðirin hér á bæ klæddist þessum kjól á Emblu aldri og ataði ávallt vel út með skyri. Það sem gerir þennan kjól þó sérstaklega skemmtilegan er að Fríða amma hennar heitin saumaði hann. Hver gæti ímyndað sér að þessi kjóll væri ekki keyptur út í búð í dag???

Myndir (alveg dofin í nafngiftum núna)

Prinsinn á bauninni!


Feðginin


Óþolinmóður lítill kútur spreytir sig í sjálfstæðisbaráttunni


Vinkonur

föstudagur, september 12, 2008

Alveg að fíla sig í hoppurólunni.


Hmmm, stundum skrítið að vera í fötum af stóra bróður!


Í jailinu!


Aline, this one is specially for you!


Haldið þið að þetta sé vísbending um að hann vanti meiri athygli?
Til að upplýsa ykkur sat Óðinn á gólfinu og raðaði dýrunum svona upp (var bakvið þau)
G: Á hvað eru dýrin að horfa Óðinn?
Ó: (stendur upp og fer framfyrir dýrin) nú, á Óðinn auðvitað! Óðinn í leikhúsinu.
G: Já, auðvitað.

Gæðastund



Tjill

Lasinn heima og þá er baaaarrra dekur. Móðirin líklegast að kaupa sér smáfriðastund þarna.


Systkinin á kósý stundu


Eftir strangan og erfiðan leikskóladag er víst alveg nauðsynlegt að hvíla fæturna aðeins uppi í stól.


Það er vissara að reyna að setja í einn meðan setið er á biskupsstólnum...enda klósettið oft á tíðum "bátur".


Alveg nauðsynlegt að tjilla reglulega í stígvélunum með skottið gamla góða (sem er nú loksins hætt að fylgja honum 24/7)

Emblan vex

Emblu þykir matur afar góður og það er alveg frábært að horfa á þessa litlu tannlausu gellu tyggja og tyggja og sleikja útum. Matarástin hefur orðið til þess að hún er nú aftur komin upp um 1 frá meðaltalskúrfu stelpna í þyngd og hæðin heldur sér í +1. Hún var í 6,5 mánaða skoðun 7.550 g og 69,5 cm.

Hér er eitt krúttlegt vídeo af henni að borða

(lykilorðið er alltaf það sama; millinafn húsmóðurinnar, fyrsti stafurinn með stórum staf)


matarást from Gudbjorg on Vimeo.

Embla fór rúmlega fimm mánaða að æfa sig á að segja mamamamama. Svo hætti það jafn skyndilega og það byrjaði. Um daginn kom svo allt í einu papapapa og fannst móðurinni það nú ekki sanngjarnt að pabbinn fengi fyrr "heitið" sitt, svo fór að koma paba. Núna segir hún mama aftur (mætti halda að hún hefði fengið heilaþvott í kjölfarið á paba orðinu) og paba en ekki bara papapapa og stundum mamapapa!. Það er greinilegt að hún skilur merkingu þessara orða, því þegar hún kvartar yfir einhverju eða vill vera tekin upp þá koma þessi orð sem hlýja manni inn að hjartarótum (amk þegar kemur mama heee)

Í gær gerðist það svo þegar hún var að leika sér með bróður sínum að hún hafði náð að ýta sér á rassinum að dóti sem var ekki innan seilingar...greinilegt að það styttist í skrið, amk sitjandi skrið.



Embla fær endalaus hlátursköst, oft bara við að horfa á einhvern ganga framhjá eða veifa höndum. Einnig fær hún oft kast bara við að sjá bróður sinn eða kisu. Hér er video af einu hláturskastinu


Hláturskast from Gudbjorg on Vimeo.

miðvikudagur, september 03, 2008

Allt að gerast

Börnin sofnuð fyrir níu kvöld eftir kvöld og það sem meira er, þau eru virkilega steinsofandi næturlangt í eigin herbergi "sofa frammi" eins og sonurinn orðar það. (þori varla að skrifa þetta - gæti allt þá farið á verri veg á morgun, væri alveg tíbískt)

Embla er loksins búin að uppgötva stútkönnuna og nettur frelsisfiðringur fer um móðurina, fattaði hana skyndilega í fyrradag.

Óðinn vökvar nú öll trén við leikskólann sem og annarsstaðar þar sem þau verða á vegi hans. Ekkert flottara en að pissa standandi. Enn er þó eitthvað í land með þetta nr. 2, kann ekki að rembast að hans sögn og því alltaf of seint farið á klósettið í þeim tilfellum.

Embla mátaði klósettsetuna hans Óðins í dag þar sem hún var berrössuð og móðir hennar sá í hvað stefndi. Kunni ágætlega við sig á biskupsstólnum þó árangurinn hafi ekki orðið nokkur.

Embla er algert matargat, elskar mat og finnst alveg brjálæðislega spennandi að borða. Hún tyggur líka rosaflott með tanngarðinum og farin að borða brauðbita, svaka dugleg.

Litla stúlkan farin að rétta úr handleggjunum á maganum svo líklegast fer hún bráðum upp á hnén.

.....Tíminn flýgur eitthvað svo ógurlega hratt