Grænir dagar
Það má nú annars bæta því við hér að húsfrúin er aðeins farin að láta sig hverfa af heimilinu. Þannig fór hún í matarboð á föstudaginn og var bara furðuróleg yfir því að vera í burtu. Hún bjóst við að hún yrði dílótt í framan af stressi, en það gekk bara mjög vel hjá þeim feðgum og Óðinn svolgraði í sig mjólk úr pela. Það má þó taka fram að þegar heim var komið heyrðist hávaðaorg langar leiðir, syninum fannst mamma greinilega alveg hafa verið nógu lengi í burtu.
Gærkvöldinu var svo eytt í Smáralindinni, nánar tiltekið í Hagkaupum, þar sem húsmóðirin og aðalkokkur heimilisins lærði allt um baunir og korn, tofu gerð, græna ógeðisdrykki og lífrænar matvörur hjá henni Sollu bollu sem húsfreyjan hefur nú aldrei þolað mjög vel. Það má því búast við að á næstu dögum fari fram mikil tilraunaeldamennska á heimilinu á grænum dögum. Í næstu viku verður svo leikurinn endurtekinn en þá ætlar húsfreyjan að fræðast nánar um hráfæði og læra að elda slíkt.
Gærkvöldinu var svo eytt í Smáralindinni, nánar tiltekið í Hagkaupum, þar sem húsmóðirin og aðalkokkur heimilisins lærði allt um baunir og korn, tofu gerð, græna ógeðisdrykki og lífrænar matvörur hjá henni Sollu bollu sem húsfreyjan hefur nú aldrei þolað mjög vel. Það má því búast við að á næstu dögum fari fram mikil tilraunaeldamennska á heimilinu á grænum dögum. Í næstu viku verður svo leikurinn endurtekinn en þá ætlar húsfreyjan að fræðast nánar um hráfæði og læra að elda slíkt.