"Í Ólátagarði"

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Úpps!

er vandamál innan seilingar? Dæmi hver fyrir sig...





Apalaust Apavatn...



Af hverju heitir Apavatn í höfuð apa, ef enga apa er þar að finna, nema þá helst í tuskudýraformi hjá ferðalingum....
Við ákváðum að skella okkur í útilegu þangað nýliðna helgi og verður að segjast að sumarið er langt frá því að vera búið eftir verslunarmannahelgina. Þetta var besta útileguveðrið okkar í sumar amk. Óðinn kynntist svolítið skóginum, blómunum og hraunmolum. Hann blómstraði sem aldrei fyrr og greinilegt að hann hefur erft útilegugenin. Hann fílaði í botn að borða lifrarpylsu, skonsu með kæfu og drekka te. Líkast til þótti honum þó moldin sem hann náði að borða þegar 4 varðmenn sofnuðu á verðinum í nokkrar sekúndur eitthvað skrítin, en smjattaði þó sællega á henni....







Einhver bakarasvipur hér...



Klónun (þetta þótti sumum voða skrítið og fyndið)...



Grillarinn að verki...



Og svo fékk hann þennan líka fína pakka... sem reyndist vera stígvél...



Víðáttubrjálæði...



Velur greinilega ekki alltaf auðveldustu leiðina...







fimmtudagur, ágúst 24, 2006

9 mánaða gutti

Það virðist ætla að koma seint einhverjir lokkar á lítinn sætan gutta. Það hefur þó aðeins þykknað en á nokkuð langt í land. Hvað er þá til ráða? Það má alltaf redda hlutunum...


Óðinn hefur líka voða gaman af áhættuatriðum, á það til að láta hjartað hoppa niður í buxur hjá foreldrum sínum ef ekki alla leið niður í hælinn. Þetta eru nú nokkuð saklaus atriði sem um ræðir, eins og klifra upp í gluggakistu, eða reyna að velta sér fram úr rúminu, klemma sig á skúffum og álíka... Amk virðast þetta saklaus atriði miðað við áhættuatriðið þegar hann hitti krókódílana í Dýragarðinum á Kanarí...
og hann klappaði bara lifandi krókódílnum og sagði "aaaaaa"....


...spurning hvort ekki verði fjárfest bráðlega í sprengitöflum hér á bæ....

laugardagur, ágúst 19, 2006

sponjk

ííiiiii.....sponjk,......huhhhh....grátur....og kúla á hausinn....
svona gengur lífið fyrir sig þessa dagana

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Köngulóarmaðurinn

Það er eins og maður eigi litla könguló þessa dagana, svo mikið er verið að æfa fótavöðvana. Spiderman er alltaf kominn upp á hné og jafnvel enn hærra og svo dillar litli sæti rassinn fram og til baka og til hliðar í leit að jafnvægi. Hann er nú farinn að ganga lítillega með, en er þó mjög varkár, enda ófá höggin sem dynja á honum núna þegar hann flýgur á hausinn eða klessukeyrir á eitthvað. Hann verður sífellt kræfari í að krækja í hluti og því er búið að slátra öllum blómum hér og skrautmunum fer fækkandi...

Hann brosir nú 4 framtönnum glaður framan í heiminn, en saknar þó mömmu sinnar svolítið yfir daginn, en hún byrjaði að vinna á fimmtudaginn var. Þannig er nú hangið í fanginu á henni um leið og hún birtist, voða sætt að mati mömmunnar en um leið lýjandi...
En vonandi að þetta þroskastig gangi hratt yfir. Um helgina átti að reyna að setja hann í kvöldpössun í fyrsta sinn, en auðvitað tókst syninum að eyðileggja gott djamm... grét og öskraði þar til foreldrarnir voru afturkallaðir og fór því lítið um djammferð þá. Svo segja má að staðan sé 1-0 fyrir ungviðinu þar sem hann vann lotuna þá!

spásserístúr með Sirrý ömmu

Feðgar í fæðingarorlofi og Sirrý amma í sumarfríi ákváðu að kíkja í Kópavogsdalinn í góða veðrinu. Húsmóðirin lofaði að sumarið kæmi þegar hún færi að vinna aftur og svo virðist sem hún slái Sigga Stormi við í veðurspám!



eigið herbergi

Um helgina var lögð lokahönd á útfærslu herbergisins hans Óðins og hér má sjá hann á fyrstu mínútum eftir að frumskógurinn var opnaður. Foreldrarnir sem héldu að sonurinn myndi falla í stafi yfir öllum dýramyndunum á veggjunum, fannst þær jú fallegar og sagði "a" með sínum dimma málrómi, en aðallega voru það þó leikföngin öll sem heilluðu hann, en foreldrarnir voru búnir að raða þeim í hilluna... svo má geta að hann sefur nú í fyrsta sinn þar inni í þessum skrifuðu orðum...





sandur og sól



Sólstrandargæjanum fannst sandur mjög skrítið fyrirbæri og það myndaðist hreinlega Sigga Hall svipur á honum þegar hann myndaðist við að setja hendina í sandinn. Hann kippti henni jafnharðan upp og skoðaði lófann. Við héldum að við ættum ansi skynsaman dreng því hann hélt sig á handklæðinu fyrstu 30 mín. eða svo, en þá fattaði hann frelsið í að skríða út fyrir handklæðið og baða sig í sandinum. Vildi svo ómögulega fara í fötin aftur. Fann upprunann aftur!







Hljóðið í sjónum hræddi hann eitthvað, vildi bara hanga uppi á öxlunum á okkur eins og lítill api...kallar maður það ekki bara skynsemi?

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

solstrandargaejarnir

Fall er vist fararheill ekki satt...
Tegar vid vorum ad leggja i'ann um daginn, ta hrundi pustid undan bilnum (sem notabene var nyvidgert). Tannig er tetta ordid eins med bilana okkar og sumarid tetta arid...engin sol og stodugt biladir 2 bilar...En okkur tokst vid ramman leik ad komast a flugvollinn og na flugi.

Fengum tessa lika finu ibud, stor og rumgod. Erum reyndar svolitid utur svo pinu frelsistilfinning ad komast ur plebbalifinu tar og spoka um baeinn

yndislegar 30-40 gradur a hverjum degi. Reyndar stundum kalt rok sem fylgir med.

Godur bjor, matur og vin og sonurinn blomstrar a samfellunni og med solahattinn..

myndir koma inn tegar heim verdur komid, og kannski meiri frettir

Stefnum a morgun ad leigja bil og aka til hofudborgarinnar og kikja lika i dyragardinn. Eitthvad sem kuturinn filar likast til, tvi er rosa upptekinn af dyrum...

Salut!