Lífið gengur sinn vanagang í Skálaheiðinni og síðustu dagar fyrir mikla breytingu í lífi stubbsins. Dagmamman vill ekki fá okkur fyrr en á mánudag, telur viku nóg í aðlögun svo stóra stundin er að renna upp. Húsmóðurinni þykir þetta ekki lengur tiltökumál, líkast til bara gott mál að fá að hitta önnur börn meira og leika sér með þeim. Mikil vinnutörn hér á bæ og heimanám húsbóndans hafa gert það að verkum að sonurinn hefur þurft að berjast pínu fyrir athygli, honum mútað með Teletubbies og Dýrunum í Hálsaskógi, auk nýrra leikfanga... mikið samviskubit... sérstaklega þegar sonurinn er farin að eiga bein samskipti við vinina í sjónvarpinu....

Stundum fær hann þó pínu athygli og þá er reynt að bregða á leik....

Hvað er þetta með karlmenn og fjarstýringar...

...og þegar enginn er til að hugsa um litla stubba... þá er líklegast bara best að....

Ætli hann endi ekki bara á að gerast munkur?