Smá tæknivandamál í byrjun árs
Vegna "atvinnuskipta" húsmóðurinnar er smá tæknivandamál með tölvur og búnað á heimilinu. Mikil gleði rikir við að hafa nú fengið nýja og léttari fartölvu, sem kemst liggur við í rassvasann en hún er ekki farin að virka sem skyldi. Þannig vantar enn mjög mikilvægan hugbúnað, s.s. Photoshop, en húsmóðirin er fötluð í öðrum myndahugbúnaði en þessi hugbúnaður er mikilvægur til að vinna myndefnið sem á að birtast hér. Lofað er bragarbót á þessu innan tíðar. Annars er nýtt tölvupóstfang húsmóðurinnar gudbjorgj@ms.is og beinn vinnusími er nú 5692272. GSm er óbreyttur. Vinsamlegast uppfærið þessar upplýsingar hjá ykkur.
Það ríkir grasekkjulíf í Skálaheiðinni. Húsbóndinn í Náms- og prófferð í Noregi og var hann bara nokkuð bjartur í gær á að prófin hafi gengið vel. Von er á honum heim á miðvikudaginn og þá verður farið að leggja drög að 8 ára sambandsafmæli og 1 árs trúlofun sem er einmitt 21.jan.... jamm, tíminn er fljótur að líða....
Þú ert nú líklegast hér að líta eftir nýjum uppl. um soninn óþekka, svo það er nú réttast að láta þær fylgja með...
-Annar jaxl kom um helgina og lentu Sibba og Siggi í andvökunótt með syninum meðan faðirinn var í Norge og húsmóðirin full á öldurhúsum borgarinnar. Svo nú eru komnar 9 tennur, enn vantar eina framtönnina.....
-Sonurinn hleypur um allt og er farinn að geta gengið yfir þröskulda án þess að hrasa alltaf við þessa hindrun.
-Prógram er í gangi með að ná betri svefnrútínu, en syninum þykir best að sofa til hádegis og foreldrarnir þiggja það of oft um helgar... og þetta hefur líklegast áhrif á rútínuna aðra daga vikunnar... svo nú á að fara að reyna að rífa sig upp fyrr um helgar...
-Orðaforðinn eykst dag frá degi. Mikið bablað hér. Nýjasta orðið sem kom í dag er dudda, einnig er komið tsju (sjáðu), datt, edna (hérna) og einhver fleiri, sem ég man bara ekki í augnablikinu...
-Erfiðlega reynist að losna við kvefið. Hann er eiginlega búinn að vera með kvef núna stöðugt í amk 4 mánuði, losnaði einn dag við það og þá stefndi húsmóðirin á að fara með hann að hitta Halla litla sem nú er 10 vikna, en það kom kvef strax aftur og þá varð það off í bili.
-Nú er hlaupabóla að ganga hjá dagmömmunni, svo spurning hvort Óðinn litli fái hana í vikunni, líklegast sloppinn í bili ef hún kemur ekki fram núna í vikunni.
vonandi get ég svo sett inn myndir á næstu dögum...
Það ríkir grasekkjulíf í Skálaheiðinni. Húsbóndinn í Náms- og prófferð í Noregi og var hann bara nokkuð bjartur í gær á að prófin hafi gengið vel. Von er á honum heim á miðvikudaginn og þá verður farið að leggja drög að 8 ára sambandsafmæli og 1 árs trúlofun sem er einmitt 21.jan.... jamm, tíminn er fljótur að líða....
Þú ert nú líklegast hér að líta eftir nýjum uppl. um soninn óþekka, svo það er nú réttast að láta þær fylgja með...
-Annar jaxl kom um helgina og lentu Sibba og Siggi í andvökunótt með syninum meðan faðirinn var í Norge og húsmóðirin full á öldurhúsum borgarinnar. Svo nú eru komnar 9 tennur, enn vantar eina framtönnina.....
-Sonurinn hleypur um allt og er farinn að geta gengið yfir þröskulda án þess að hrasa alltaf við þessa hindrun.
-Prógram er í gangi með að ná betri svefnrútínu, en syninum þykir best að sofa til hádegis og foreldrarnir þiggja það of oft um helgar... og þetta hefur líklegast áhrif á rútínuna aðra daga vikunnar... svo nú á að fara að reyna að rífa sig upp fyrr um helgar...
-Orðaforðinn eykst dag frá degi. Mikið bablað hér. Nýjasta orðið sem kom í dag er dudda, einnig er komið tsju (sjáðu), datt, edna (hérna) og einhver fleiri, sem ég man bara ekki í augnablikinu...
-Erfiðlega reynist að losna við kvefið. Hann er eiginlega búinn að vera með kvef núna stöðugt í amk 4 mánuði, losnaði einn dag við það og þá stefndi húsmóðirin á að fara með hann að hitta Halla litla sem nú er 10 vikna, en það kom kvef strax aftur og þá varð það off í bili.
-Nú er hlaupabóla að ganga hjá dagmömmunni, svo spurning hvort Óðinn litli fái hana í vikunni, líklegast sloppinn í bili ef hún kemur ekki fram núna í vikunni.
vonandi get ég svo sett inn myndir á næstu dögum...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home