"Í Ólátagarði"

þriðjudagur, janúar 23, 2007

3. í flensu

Óðinn liggur nú í 3ja degi í einhverri veirusýkingu, með 40 stiga hita, litli kúturinn. Sefur mikið og liggur hálfvegis bara í óráði. Síðan er hann hressari eina og eina klukkustund og þá er reynt að koma mat í hann meðan skap og geta leyfir.

Kvefið minnkar heldur ekki og nú eiga foreldrarnir að fylgjast með asmaeinkennum, eða hvort þetta er bara hreins ansans óheppni að krækja svona mikið í kvef.

Húsbóndinn bíður enn niðurstaða úr prófum og er að herða sig upp í að byrja á næsta áfanga, leiðist skóli ansi mikið...

Annars er nú frá litlu að segja, nema þá helst að líklegast viljið þið sjá myndir og við ekki dugleg þar. photoshop er ekki enn komið í tölvurnar sem eru á heimilinu núna, en vinnsla er í gangi eins og sagt var frá um daginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home