"Í Ólátagarði"

föstudagur, apríl 28, 2006

vaxtaverkir

Það er greinilegt að það er hægt að sólunda tímanum í ýmislegt markvert og annað ómarkvert. Fór spennt með soninn í 5 mánaða skoðun í dag og reyndist hann 8,04 kg og 70 cm (það markverða). Höfuðið virðist ætla að verða með stærra lagi (sækir það líkast til í móðurættina, þó húsmóðirin segi nú ekki stolt frá því...kannski móðirin eigi meira í honum en hún heldur eftir allt saman). Höfðuðið mældist 45,2 cm og því trónir hann í hæstu kúrfu þar...nú og þá komum við að því hvað hægt er að eyða tímanum í margt ómarkvert... kvöldið fór semsagt í að fylla inní vaxtalínuritið í tölvunni og getið þið séð ávinninginn hér (sjá má myndina stærri með því að smella á hana)... svona er nú hægt að vera skrítinn

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Fagurt orð

Já, mikið yljar það manni um hjartarætur að koma heim úr stórmarkaðnum og heyra orðið "Mamma". Sonurinn tók upp á því á laugardaginn að segja þetta fagra orð í fyrsta sinn, og það í fjarveru móðurinnar, kallaði svona fallega á hana... spurning er þó hvort þessi litli heili leggi rétta merkingu í orðið eða sé eingöngu að æfa samhljóða og sérhljóða. En það kemur mjög oft bara "mamma" og svo auðvitað "mamamammaaa" líka öðrum stundum. Í nótt þegar kom að næturgjöf, var hann tekinn upp í rúm, hann sagði "mamma" og lagðist á brjóstið... spurning hvort hann haldi að brjóstið sé mamma hans???

Læt hér fylgja með myndir sem Hlynur frændi tók af Óðni nýverið





mánudagur, apríl 24, 2006

Viðburðaríkur 5 mánaða afmælisdagur

Á öðrum degi sumars varð næstminnsti einstaklingurinn á heimilinu 5 mánaða og að sjálfsögðu vaknaði hann um morguninn brosandi framan í heiminn, líkt og aðra morgna.
Þessi dagur var nokkuð viðburðaríkur í lífi hans...

...dagurinn hófst að sjálfsögðu á myndatöku líkt og hina afmælisdagana...



... og Óðinn gældi aðeins við kisu á milli þess sem hann lék sér. Honum finnst kisa mest spennandi af öllu hér á heimilinu, og þeim semur mjög vel, ekkert klór enn frá kisu, kannski stundum smá væl þegar hann togar í hana og klípur!



Þar sem Óðinn ætlaði að byrja í ungbarnasundi kl. 18:00 þennan dag, þurfti auðvitað að fara í búðina og kaupa sundskýlu á kópinn...



Mæðginin komu sátt út úr Intersporti og ætluðu að keyra í Garðabæinn til að vera viss um hvar ætti að mæta í ungbarnasundið. Allt var í tíma áætlað, og átti Óðinn að ná smá lúr í bílnum og fá svo aðeins að drekka svo hann væri nú vel upplagður í sundinu, en viti menn... bíllinn drap á sér á Höfðabakkabrúnni í allri föstudagsumferðinni, frekar stressandi aðstæður og nú voru góð ráð dýr! Hvað gerir kona með lítið barn í stórum bíl sem hún getur ekki ýtt ein... Tekinn var upp gsm síminn og leitað ráða hjá guðföðurnum ráðagóða. Svo heppilega vildi til að hann var í næstu götu og kom til bjargar enn og aftur... hann hefur aldrei dáið ráðalaus og kippti bílnum upp á plan hjá vinnu móðurinnar og lét svo bílinn renna aftur í bílinn sinn. Ég veit ekki um marga sem gætu leikið þetta áhættuatriði eftir...



...svo kom Ívar og náði í mæðginin og mætt var á síðustu stundu í ungbarnasundið... svo dagurinn endaði vel...



...flottur sundgarpur...




...kominn út í "Atlandshafið",



...og nú geta kóparnir bara ekki beðið eftir næsta sundtíma....

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Ný trillitæki...

Aukinn þroski kallar á ný trillitæki...

Heldur ekki vatni yfir nýja gjörgæslutækinu!



og ekki finnst honum göngugrindin neitt verri, bara skemmtilegri ef eitthvað er! Finnst hann voða stór að geta farið um á tveimur jafnfljótum (fattar ekki alveg öll aukahjólin, blessaður kúturinn)



Og þar sem hálferfitt er að halda sig á mottunni, var fjárfest í mottu sem má stækka eftir því sem á þarf að halda!



Og hér er aðaltrillitækið hans, Ísold vinkona....eða á maður að segja kærasta ;)

Páskakókómjólk




Það var mikið stuð að vakna á páskadag og leyfa Óðni að komast í tæri við risastóra páskaeggið sem beið í ísskápnum. Móðirin þurfti að fórna sér og pííína í sig páskaeggið fyrir soninn svo hann gæti notið þess í formi kókómjólkur. Þetta voru því sannkallaðir kókómjólkurpáskar. Það er held ég sjaldan sem Óðinn hefur farið í eins mörg dress á einum degi, en þar sem páskaeggið var ekki snætt fyrr en leið á daginn tókst að mynda hann ansi oft og mikið með það... Þetta var auðvitað ekkert annað en þroskaleikfang í höndum Óðins, eða hvað?










Þetta er nú eggið sem var tileinkað honum, en það var einhvern veginn ekki eins spennandi og risaeggið frá vinnunni...

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Það er leikur að lesa...

Nú þarf að fara að sýna syninum dýrin live... og kynna Húsdýragarðinn fyrir feðgunum... en ætli það sé ekki best að bíða eftir að hitastigið stígi aðeins á mælinum úti fyrst!

Óðinn að lesa, sjá fleiri myndir hér...


gólfæfingar

það gengur hálfilla fyrir soninn að halda sig á mottunni...



... ætlar að verða gólfmoppa þegar hann verður stór!
Læði hér með þessum pósti nokkrum fleiri myndum

vorið á næsta leyti?

Óðinn hefur nú gert hreint fyrir dyrum sínum við yfirvaldið og sent inn fyrsta skattframtalið sitt. Jafnframt hefur móðirin lokið skattframtalagerð að sinni, alltaf jafn leiðinleg törn á hverju ári. En þegar þessu lýkur er vanalega stutt í vorið og þess er nú beðið með mikilli eftirvæntingu í Kópavoginum. Vorið færir landsmönnum nefnilega júróvision og að sjálfsögðu bíður Óðinn fyrsta júróvísion partýsins með eftirvæntingu. Upphitunaræfingar eru í fullum gangi í Ólátagarði!!!

laugardagur, apríl 01, 2006

Meira í dag en í gær...

Síðasta mánuðinn hefur Óðinn gert margt skemmtilegt í fyrsta sinn...

Óðinn var svolitla stund að átta sig á köldum snjónum, en ákvað að lokum að hann væri mikið lostæti (11.3.2006)



Og fer líkast til bráðum að kalla á frekari næringu en móðurmjólkina, situr við matarborðið í fyrsta sinn (26.3.2006)



Og fyrsta nóttin í jailinu (16.3.2006)


Heiðursmannasamkomulagið brotið í fyrsta og eina skiptið (17.3.2006)


Lítill spilafíkill búinn til (11.3.2006)



Kominn í nýjan bílstól... einn sem vex með honum (4.3.2006)



ný svipbrigði... Ragnar Reykás mættur bara! (11.3.2006)

Í dagsins önn

alltaf gaman að tjilla...



...áður en farið er í hoppuróluna, er þó ekki alveg að fatta þetta skemmtitæki enn!



Og gott að slaka á í lok dags með góða bók í hönd!