"Í Ólátagarði"

mánudagur, júlí 21, 2008

Koppurinn

Nú er lokatilraun hafin í því að venja frumburðinn af bleyju. Búið er að gefast upp tvisvar á þremur vikum, þar sem talsvert hefur verið um flakk á okkur í sumarfríinu.

Bleyjunni var því kippt af syninum kl. 8 í morgun
kl. 9:00 (eftir þrætur um að vilja ekki setjast á koppinn) -> 1 góð buna á gólfið
kl.12:00 (stöðugt neitað að setjast á koppinn þrátt fyrir fögur loforð um stimpla á hendina) Grunsamlegur stór pollur finnst inni í svefnherbergi í framhaldi
kl.12:30 bendir sonurinn móðurinni á að það sé kúkur undir borði (#$$%&$$#$#$# urrr)
kl.12:40 húsmóðirin við það að gefast upp á þessu " Hann er örugglega ekki tilbúinn"??? Ákveður þó að gefast ekki upp
kl.13:00 bleyja sett á fyrir lúr - verður tekin af á eftir...þetta skal takast!!!!!

Ofan á þetta sefur dóttirin ekkert og er yfir sig keyrð + pirruð eftir sprautu morgunsins.

Spurning hvort húsmóðirin verði komin í vist í stóra fallega húsinu við Kleppsveginn þegar líður að lokum þessa 4 vikna "sumarfrís" - Algerlega ný merking komin í orðið "FRÍ" þegar tveir óvitar eru á heimilinu!!!!

Matur

Embla fékk barnate 17. júlí síðastliðinn og greinilegt að sú stutta kann alveg á pelann ef henni líkar innihaldið. Hún svolgraði jurtablöndunni í sig og þótti þetta nýja bragð baaaara spennandi.

Embla mun svo fá fyrsta grautinn sinn í kvöld. Líklega er hún tilbúin að kynnast næsta skrefinu í mat - sefur orðið fullstuttar lotur og vill sífellt brjóst (nema hún sé orðin svona spillt heeee), hún fær því mat rúmri viku á undan bróður sínum í aldri......

Í morgun fékk hún 5 mánaða sprautuna og reyndist 6,695gr - 67 cm löng og höfuðmál 43,5 cm. Hún er mun nettari en Óðinn var í þyngd fimm mánaða gamall. Hún er því komin niður á meðaltalið í þyngd (var einni kúrfu ofar meðaltalinu) en heldur yfirkúrfu í lengd.

Óðinn var 8040gr 70 cm og höfuðmál 45,2 cm...Greinilegt að hún er nett eins og móðir hennar heee

Not! móðir hennar var 8,250 kg og 70 cm löng

Því miður höfum við ekki kort föðursins undir höndum, þurfum að nálgast það.

Það verður þó að koma fram að móðirin var þarna farin að fá mannamat þarna eins og ráðlagt var á þeim árum.

Breyttir tímar Ráðleggingar varðandi mataræði 1974:
2 vikna; ávaxtasafi
4 vikna: maísenagrautur
6 vikna: barnamjöl
7 vikna: E vítamín 1x daglega (sýnist standa tafla, líklegast ekki til í öðru formi þá)
3 mánaða; ávextir
´4 mánaða: Kjötsoð, fisksoð, allt grænmeti, eggjarauður 1 x 2 í viku
5 mánaða: kjöt, fiskur
6 mánaða; óblönduð mjólk, 500 g á sólarhring

Palavú

Fórum um helgina í útilegu á Úlfljótsvatn. Þar var umhverfið talsvert öðruvísi en húsmóðurina minnti frá gömlum skátaferðum þangað, enda horft öðruvísi á heiminn nú en þá. Mæli með ferðalagi á tjaldstæðið þar. Fyrir utan hve nálægt þetta er höfuðborginni (45 km) þá er allt til alls þarna og á krepputímum er ágætt að vita að allt er innifalið í tjaldgjaldinu s.s. sturta, rafmagn, veiði, kassabílar o.fl. Bátaleigan kostar þó auka held ég. Ekki ólíklegt að við eigum eftir að fara þarna aftur í sumar...

Ostabakki

"Hossinn hítur -váááá" (sem útlistast sem "fossinn hvítur"; fyrstu viðbrögð Óðins við Gullfossi)


Fórum 4.-11. júlí í ostabústaðinn í Skyggnisskógi. Meirihluti fjölskyldu móðurvængsins kom í nokkra daga og svo kíktu nokkrir vinir við í framhaldinu. Frá Ostabakka var m.a. næsta nágrenni skoðað, s.s. Reykholt, dýragarðurinn í Slakka, Gullfoss, Geysir og áðurnefnd Kerlingafjöll.
Heiti potturinn læknaði alfarið baðfóbíuna í Óðni svo nú vill hann stöðugt vera í baði. Umskiptin urðu það mikil að þeir feðgar hættu sér saman í sund í Reykholti. Honum þótti busllaugin þó alveg nóg, hætti sér ekki í rennibrautina og stóru laugina, þó Áshildur vinkona hans léti sig gossa þar. Embla lærði líka að busla ansi vel í pottinum, svo hér er allt á floti núna þegar hún er böðuð.

Hér eru fleiri myndir úr sumarbústaðnum

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Fimm mánaða í dag


Skál fyrir fyrstu fimm mánuðunum


Nýjasta mjólkurafurðin í salatskál


Farin að sitja til borðs með stóra fólkinu á heimilinu


Og er einnig farin að sitja stund og stund ein og óstudd á gólfi sem og í sófa


Fyrsta pottapartýið...nú er sko buslað á heimilinu í baði! Lærði margt í pottinum

Einnig er Embla farin að velta sér og teygja sig eftir hlutum, svo hún stendur sig nokkuð vel bara í þroskaþrepunum.

Kerlingafjöll og Hveradalur


Á dögunum var kíkt í Kerlingafjöll og Hveradalinn. Þar með er fyrsta hálendisferð komin á blað barnanna.

Jói afi hafði ekki komið þarna í 54 ár og langaði mikið að finna gamlar slóðir en hann hrapaði þarna á sínum tíma og krafsaði sig upp með vasahníf.

Sumir eru ekki eins lofthræddir og þeir sem hærri eru í loftinu og því þurfti stundum að ríghalda í þá minni amk þar sem brattast var.


En foreldrum þótti þó öruggast að hafa börnin á sér.

Embla lagði sig aðeins...

Að sjálfsögðu var stoppað og happasteinum hent í vörðuna

Það verður auðvitað alltaf eitthvað smá bögg að koma upp á, í þessari ferð skarst dekkið hjá Sibbu og Sigga...þá var nú gott að hitta á 47"túttubíl uppfrá sem var með allar viðgerðargræjur...

Ótrúlegur staður, landslag og ævintýraveröld...snjór, jarðhiti, fjólubláir lækir og hverir!

Með því að smella hér, geturðu skoðað fleiri myndir

Yfirlýsing?

Lítill krúttlegur drengur leikur sér...

Lítill sætur drengur er duglegur og hjálpar til við að laga til og henda ruslinu í ruslatunnuna

Faðir litla sæta drengsins gerir sig líklegan til að tæma ruslatunnuna sífullu á dögunum

Faðirinn rekur augun í samankrumpað blað í ruslatunnunni

Eitthvað hugboð fær faðirinn og ákveður að skoða þetta blað nánar, kannski vegna kunnuglegs umslags í ruslinu

Eitt stk. umslag, eitt "hard cover" og a4 blað klístrað og samankrumpað og kuðlað....

....eitt stk. prófskírteini frá Háskólanum í Buskerud í Noregi!

Kannski Disney mynd taki sig bara betur út í vinnunni hjá föðurnum!

fimmtudagur, júlí 03, 2008

vikufrí frá netinu

erum farin út úr bænum í viku, svo engar uppfærslur verða næstu vikuna!

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Embla Ísól og Björn Ágúst




Grettukeppni


Sumardagur

Jói afi, húsmóðirin og börnin tvö fengu sér góðan spásserítúr um daginn og heimsóttu Fríðu ömmu og huguðu að leiðinu hennar, sem afi hefur gert svo fallegt.



Tekið var með nesti og sest niður í garðinum fyrir heimleið enda ágætur labbitúr upp í Kópavogsgarð




Gabríel kom svo í kvöldmat og borðuðum við úti á svölum!

Fyrsta veiðiferðin

Embla er nú búin að fara í sína fyrstu veiðiferð og verður nú að segjast að hún byrjar nú ansi flott á því... Mæðgurnar skutust saman í Laxá í Kjós um helgina. Ekki kom maríulaxinn í þetta sinn, en þremur litlum urriða Nemó-mömmum var gefið líf til að huga betur að börnum þeirra;)

Að sjálfsögðu bræddi sú litla alla og var talað um yfirtenglun á tímabili en það verður nú ekki farið nánar út í það hér.

Yfirleiðsögumaðurinn var ekkert smáhneykslaður þegar hann sá karlmann alklæddan veiðigalla rugga barnavagni við árbakkann og missti pípuna í klofið á sér, held hann hafi ekki lent í öðru eins uppátæki þó hann sé nú kominn til ára sinna heee!

Svona er bara lífið þegar pelinn þykir vondur og því spenar móðurinnar nauðsynlegir!









Þarf að segja meira?













17.júní

Miðbæjarrottan varð að kíkja í gamla miðbæinn, sætti sig ekki að fara bara á Rútstúnið í Kópavogi, spurning hvort hún láti undan að ári!


bómullarsykurinn þótti mjög góður og ekki kom til greina að deila honum með mömmu né nokkrum öðrum (húsmóðirin elskar nefnilega þessa bleiku óhollustu fram í fingurgóma, vex bara ekki uppúr þessu dálæti!)


Að sjálfsögðu var kíkt við á Óðinsgötunni að gömlum sið á þessum degi. Jói afi deyr aldrei ráðalaus og flaggaði á óvenjulegan máta... Embla fékk þennan kjól sem Fríða amma saumaði á sínum tíma með sér heim og verður í honum að ári á þessum degi.


Sumarhátíð Kópahvols

Sumir litlir drengir eru bara varkárir að eðlisfari...
...ekkert sniðugt leiktæki að mati sumra, sem skriðu strax út aftur!


...mun skemmtilegra bara að hoppa í friði í sandkassann...


Óðinn og Heiðar Logi (hafa þekkst frá því þeir voru saman hjá Oddnýju dagmömmu)...


Að sjálfsögðu var farið í hlutverk þegar Dvel ég í draumahöll var sungin, lagði sig aðeins meðan hin börnin fylgdust með trúbadornum...

Fyrsti og eini pelinn



6. júní var prufað að gefa Emblu fyrsta pelann og auðvitað tók hún hann eins og hún hefði aldrei gert neitt annað. Haldið var að þarna væri mikill sigur unninn og húsmóðirin gæti nú farið að vera aðeins lausari við stund og stund. En nei, litla stúlkan hefur aðeins viljað þennan eina pela. Taka skal þó fram að þetta er eini pelinn sem hefur verið beint af kúnni, hinir síðari hafa innihaldið duftmjólk sem auðvitað er allt annar handleggur... meira að segja var lagst svo lágt að plata hana með smá hunangi útí en allt kom fyrir ekki!

Fyrsta útilega sumarsins

Við fórum í Laugarás 14.-15. júní og þar með í fyrstu útilegu sumarsins og Embla í sína alfyrstu og alls ekki síðustu útilegu.

Við nutum góðs af höfðinglegu heimboði Sibbu og Sigga í boxið og það fór bara mjög vel um okkur öll þrátt fyrir að það hafi fjölgað um einn í hópnum.

Veðrið var æðislegt og gamli skátinn kom upp hjá sumum. Embla kann greinilega vel við sig í ólíkum aðstæðum og ekkert vandamál með hana enn.

Óðinn svaf í sínu rúmi sem eru nú tíðindi til næsta bæjar, skreið nú upp í á tímabili en skreið svo aftur undir sinn feld þar sem ekki fór mjög vel um 4 á 120 cm heee..









Að sjálfsögðu var kíkt á öll litlu "dýrabörnin" í Slakka og sumum þótti nú ekki leiðinlegt þar.